Umhverfis & Atvinnumálanefnd

5. fundur 09. maí 2016

Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 09.05.2016 kl.20:00

Mættir eru Starri Heiðmarsson aðalmaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1407172 Móttaka og meðhöndlun dýrahræja og annars lífræns úrgangs sem ekki er
jarðgerður. Ákvörðun um staðsetningu gáms.

Enn sem komið er hefur ekki fundist landeigandi sem er tilbúinn að geyma dýrahræjagám. Málið áfram í vinnslu.

 

2. Hreinsunardagur sveitarfélagsins.

Ákveðinn 21. maí og verður með hefðbundnu sniði!

 

3. Staðan í sorpmálum

Myndavél er komin upp á gámasvæðinu á Svalbarðseyri og verður sett upp á gámasvæðinu syðst í sveitarfélaginu í þessari viku. Myndavélarnar verða tengdar mjög fljótlega. Enn er umgengni um gámasvæðin ábótavant en vonandi að það batni með myndavélavöktuninni.

 

4. Önnur mál

a. Ásýnd tippsins norðan við verkstæði Þorgils er slæm og hvetur nefndin sveitarstjórn til að grípa til viðeigandi ráðstafana hið fyrsta. Telur nefndin að móta þurfi reglur um það hverju megi henda á tippinn enda plássið orðið mjög takmarkað.

 

Fundi slitið. kl. 21:10