Umhverfis & Atvinnumálanefnd

7. fundur 19. október 2016

7. fundur umhverfis- og atvinnumálanefndar 2014-2018

Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 19.10.2016 kl.20:00

Mættir eru Starri Heiðmarsson formaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1610101 - Staðsetning á nýjum tipp.
Nefndin leggur til að leitað verði eftir hugmyndum frá landeigendum í sveitarfélaginu að
vænlegum kostum. Ennfremur telur nefndin æskilegt að gert sé ráð fyrir fleiri og smærri
svæðum.

2. 1610102 - Förgun á dýrahræjum.
Nefndin telur mikilvægt að förgun dýrahræja verði komið í viðunandi horf í
sveitarfélaginu. Nefndin felur sveitarstjóra að ræða við nágrannasveitarfélögin
um mögulegt samstarf í þessum efnum og kynna niðurstöður úr þeim samræðum á
næsta fundi.

3. 1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það.

Nefndin fagnar betri umgengni á gámasvæðinu í Kotabyggð í kjölfar uppsetningar
á öryggismyndavélum. Enn þarf að bæta umgengni og merkingar og mögulega skipulag
á gámasvæðinu á Svalbarðseyri. Nefndin felur sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Íslenska
Gámafélagsins varðandi lausn á þessu máli.

 

 

Fundi slitið. kl. 21:38