Umhverfis & Atvinnumálanefnd

8. fundur 27. febrúar 2017

8. fundur umhverfis- og atvinnumálanefndar 2014-2018

Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 27.02.2017 kl.20:00

Mættir eru Starri Heiðmarsson formaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Staðsetning á tipp til framtíðar
Sjá lið nr 2

2. Móttaka dýrahræja

Nefndin leggur til að boðað verði til landeigandafundar þar sem rætt verði um framtíðarstaðsetningu fyrir hvorutveggja tipp og staðsetningu dýrahræjagáms.

Fundurinn verði haldinn í skálanum í Valsárskóla mánudaginn 20.03 2017.

Kl. 20.00. Auglýst verði eftir hugmyndum að staðsetningu í fundarboði.

3. Flokkun sorps, upprifjun

Nefndin felur sveitarstjóra að hafa samband við Íslenska Gámafélagið

og kanna hvort bæklingurinn Græna tunnan- Endurvinnanlegt sé enn í gildi.

4. Önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 21.15