Umhverfis & Atvinnumálanefnd

9. fundur 03. maí 2017

Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 03.05.2017 kl. 20:00

Mættir voru Starri Heiðmarsson formaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Dagskrá:

  1. Staðsetning á tipp til framtíðar – framhald

Fleiri landeigendur hafa sýnt áhuga svo fremi að aðgangur almennings sé takmarkaður sem líklega útheimtir að sveitarfélagið athugi með kaup á traktorsdregnum gámavagni.

  1. Móttaka dýrahræja – framhald

Kominn er gangur í málið og líkleg staðsetning fundin.

  1. Flokkun sorps og umgengni á gámasvæðum

Skilti á gámasvæði hafa verið endurnýjuð og vonar nefndin að flokkun sorps í gámana batni í kjölfarið. Nefndin leggur til að upplýsingaskilti verði komið fyrir við inngang gámasvæðisins sem auk þess að fjalla um flokkun á gámasvæðinu upplýsi um umgengni á tippnum. Sveitarstjóri hefur verið í sambandi við Íslenska Gámafélagið varðandi flokkun í endurvinnslutunnuna og mun ÍGF fljótlega senda uppfærðar upplýsingar um flokkun í tunnuna hafi breytingar átt sér stað.

4. Umhverfisdagur sveitarfélagsins

Nefndin leggur til að hreinsunardagurinn verði haldinn 27. maí og verður hann auglýstur í Ströndungi.

  1. Fjallgirðing og upprekstur

Nefndin leggur til að upprekstrardagar verði þeir sömu og í fyrra, þ.e. 20. júní fyrir sauðfé og 4. júlí fyrir stórgripi með fyrirvara um tíðarfar. Sveitarstjóra er falið að minna landeigendur á að huga að sínum hluta fjallgirðingarinnar.

  1. Önnur mál

 

Fundi slitið kl. 21:02