Umhverfis & Atvinnumálanefnd

10. fundur 12. október 2017

10. fundur umhverfis- og atvinnumálanefndar 2014-2018

Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 12.10.2017 kl. 20:00

Mættir voru Starri Heiðmarsson formaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Gestur fundarins var Elísabet Ásgrímsdóttir

Dagskrá:

1. Gámasvæði, umgengni og merkingar.

Rætt um að gott væri að árétta flokkun á endurvinnslurusli og yfirfara merkingar á gámasvæðum. Sveitarstjóra falið að setja pistil í Ströndung.

2. Sorphirða, tíðni og skipting milli almenns sorps og endurvinnslu.
Ákveðið að taka til nánari skoðunar í desember og jafnvel gera könnun meðal íbúa sveitarfélagsins.

3. Sjálfbært samfélag, umhverfisstefna fyrir Svalbarðsströnd.

Elísabet Ásgrímsdóttir kemur á fundinn og kynnir hugmyndir.

Nefndin leggur til að sveitarfélagið setji sér umhverfisstefnu byggða m.a. á staðardagskrá sveitarfélagsins frá 2006. Nefndin styður að Elísabet Ásgrímsdóttir verði ráðinn sem verkefnisstjóri til að vinna að umhverfisstefnunni í samráði við umhverfisnefnd. Skila skuli drögum að umhverfisstefnu til sveitarstjórnar fyrir 1. apríl 2018. Nefndin stefnir að fyrsta fundi með verkefnisstjóra 15. nóvember.

4. Samningur um losanir á rotþróm.

Stefnt að útboði í byrjun næsta árs. Nefndin minnir á að nauðsynlegt er að hugað sé að landfræðilegum aðstæðum þannig að verktaki búi yfir tækjum sem komist að öllum rotþróm.

5. Önnur mál.

Ágengar tegundir. Nefndin áréttar að baráttan við kerfil og njóla er langtímabarátta og hvetur til að baráttunni sé haldið áfram og reynt sé að halda þessum tegundum í skefjum eftir mætti. Hvetja þarf landeigendur til að berjast gegn ágengum tegundum í landi sínu.

Fundi slitið kl. 22:45