Umhverfis & Atvinnumálanefnd

12. fundur 20. desember 2017

12. fundur umhverfis- og atvinnumálanefndar 2014-2018
Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 20.12.2017 kl. 20:00


Mættir voru Starri Heiðmarsson formaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.
Gestur fundarins var Elísabet Ásgrímsdóttir


Dagskrá:


1. Sjálfbært samfélag, umhverfisstefna fyrir Svalbarðsströnd.
Elísabet Ásgrímsdóttir verkefnastjóri hafði ásamt Eiríki sveitarstjóra rýnt staðardagskrána frá 2006 og farið yfir verkefnalistann úr plagginu og hver staðan á verkefnunum er sbr. fylgiskjal þar sem rauðlitaður texti er að loknu hverju verkefni á verkefnalistanum er útskýrir stöðuna. Fyrir næsta fund verður verkefnastjóri tilbúinn með drög að umhverfisstefnu er byggir á framtíðarsýninni sem sett var fram í Staðardagskránni.

Fundi slitið kl. 22.00