13. fundur umhverfis- og atvinnumálanefndar 2014-2018
Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 21.03.2018 kl. 20:00
Mættir voru Starri Heiðmarsson formaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.
Gestur fundarins var Elísabet Ásgrímsdóttir
Dagskrá:
1. Sjálfbært samfélag, umhverfisstefna fyrir Svalbarðsströnd – Framhald. Drög að umhverfisstefnu fyrir Svalbarðsströnd unnin áfram og samþykkt af umhverfisnefnd. Lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.
Önnur mál.
Íbúafundur er áætlaður 21. apríl og samþykkti nefndin að kynna þar umhverfisstefnudrögin auk þess sem Elísabet kynni þar einnig hugmyndir að aukinni virkni og þátttöku íbúa varðandi umhverfismál.
Fundi slitið kl. 22:31