Umhverfis & Atvinnumálanefnd

1. fundur 01. nóvember 2018

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Ársfundur Umhverfisstofnunar 2018 - fundarboð - 1810025

 

Til kynningar

 

Nefndin leggur til að tveir fulltrúar fari á ársfund Umhverfisstofnunar. Elísabet og Eva Sandra verða fulltrúar.

     

4.

2019 áherslur í umhverfismálum - 1810028

 

Tillögur umhverfis- og atvinnumálanefndar vegna fjárhagsáætlunarvinnu 2019

 

Til máls tóku: Halldór, Guðmundur, Hilmar og Elísabet
Ýmis verkefni liggja fyrir, hreinsa þarf girðingu frá Ásgarði og suðurmeð veginu, og að Sundlaug. Sveitarstjóra falið að kanna hver er ábyrgðaraðili hjartans í Vaðlaheiði sem þarfnast lagfæringar eða að vera fjarlægt. Kortleggja þarf svæði þar sem kerfill er og velja þau svæði sem auðvelt er byrja á og aðgengi er gott að. Hilmari falið að kortleggja svæðin og framkæmda/fjárhagsáætlun unnin upp úr því. Laga þarf gámasvæði, mála þá gáma sem þar standa, girða af og setja upp gáma fyrir gróðurúrgang. Klára þarf göngustíga og sérstaklega göngustíginn í Laugartún. Tryggja þarf að bekkir og ruslafötur séu með reglulegu millibili. Laga þarf kantsteina sem skemmdust við snjómokstur og það verður gert næsta sumar. Nefndin ræddi um hjóla- og göngustíg og ákveðið var að nefndin haldi áfram að vinna að gerð stígsins, málið tekið upp á næsta fundi. Nefndin ákveður að hittast í 20. nóvember og fara betur yfir þessar hugmyndir. Sveitarstjóra falið að senda nefndinni skýrslur og upplýsingar varðandi göngustíginn, staðardagskrá og umhverfisstefnu.

     

2.

Staðsetning á nýjum tipp - 2018 - 1810019

 

Velja þarf nýja staðsetningu á tipp. Sveitarstjórn vísar málinu til umhverfis- og atvinnumálanefndar.

 

Til máls tóku: Guðmundur, Halldór, Elísabet og Hilmar
Sveitarstjóra falið að kanna hvaða staðir koma til greina og hvernig hægt er að leysa aðgengismál.

     

3.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Umgengni og merkingar á gámasvæðinu þarf að bæta. Sveitarstjórn vísar málinu til umhverfis- og atvinnumálanefndar

 

Til máls tóku: Guðmundur, Hilmar, Elísabet og Halldór
Sveitarstjóra falið að ræða við þjónustuaðila um texta og upplýsingaskilti og athuga með að pláss fyrir skilti. Sveitarstjóra falið að athuga með aðgansstýringu að svæðinu. Leiðbeiningar þurfa að vera aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Nefndin hvetur til aukins samstarfs við nemendur og kennara og þeir virkjaðir í að hugsa vel um umhverfið. Nefndin hvetur til þess að upplýsingar um staðardagskrá séu aðgengilegar á heimasíðunni og umhverfisstefna sé sýnileg á heimasíðu sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að íbúafundur sem fyrirhugaður er verði nýttur til að fjalla um sorphirðu og fulltrúi þjónustuaðila fenginn til að mæta á fundinn.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.