Umhverfis & Atvinnumálanefnd

2. fundur 20. desember 2018

Dagskrá:

1.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Framhald umræðu um gámasvæði. Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdarstjóri Vistorku kemur á fundinn.

 
 

Gestir

 

Guðmundur Haukur Sigurðarson - 19:45

 

Guðmundur Haukur Sigurðarson mætti á fundinn og kynnti starfemi Vistorku. Björgu falið að hefja vinnu við að hanna skilti, fá hreyfiskynjara fyrir ljósin og tryggja lýsingu. Auka þarf upplýsingar á heimasíðu og tryggja að leiðbeiningar séu í hvaða gáma eigi að losa.

     

2.

2019 áherslur í umhverfismálum - 1810028

 

Farið yfir þau verkefni sem umhverfis- og atvinnumálanefnd leggur áherslu á að unnin verði árið 2019

 

Nefndin leggur sérstaka áhersla á eyðingu kerfils og njóla og hvatt til samráðs og samstarfs við önnur sveitarfélög við Eyjafjörð. Fjarlægja þarf girðinguna frá Ásgarði og niður að sundlaug. Ljúka þarf við göngustíg upp að Laugartúni, fjölga bekkjum við göngustíga og ruslatunnum.

     

3.

Ítrekuð brot gegn skilyrðum starfsleyfis - 1105018

 

Nefndin óskaði eftir upplýsingum um starfsleyfi Auto ehf. Óskað var eftir samantekt frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og lagt fyrir fundinn.

 

Heilbrigðiseftirlitið fór að Setbergi fyrir helgina og heldur utanum málið.

     

4.

Heimasíða Svalbarðsstrandarhrepps - 1811010

 

Farið yfir þær skýrslur og skjöl sem ættu að vera á heimasíðu sveitarfélagsins og snerta umhverfis- og atvinnumál

 

Nefndin leggur áherslu á að skýrslur og efni sem tengjast málefnum nefndarinnar séu aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

5.

Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011

 

Vinnu við umhverfisstefnu haldið áfram frá fyrra kjörtímabili.

 

Nefndarmenn skila inn tillögum að breytingum og lagfæringum við drög sem fyrri nefnd vann, á næsta fundi nefndarinnar í desember. Kallað er eftir upplýsingum frá grunnskóla og leikskóla um stefnu og starfshætti þegar kemur að umhverfismálum. Sveitarstjóra falið að afla þessara upplýsinga.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.