Atvinnu- og umhverfisnefnd

3. fundur 08. janúar 2019

Fundargerð

03. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 8. janúar 2019 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Heimasíða Svalbarðsstrandarhrepps - 1811010

 

Farið yfir þær skýrslur og mál sem ættu heima undir umhverfismálum á heimasíðunni

 

Ganga þarf frá samþykktum fyrir nefndina og erindisbréfi og því vísað til sveitarstjórnar. Laga þarf skráningu á heiti nefndarinnar á heimasíðunni og að fundargerðir séu aðgengilegar undir svæði nefndarinnar. Umhverfis- og atvinnumálanefnd þarf að hafa sitt eigið svæði. Bent er á góðar fyrirmyndir hjá öðrum sveitarfélögum þegar kemur að heimasíðum, t.d. heimasíðu Djúpavogshrepps og Skútustaðahrepps. Breyta þarf sorphirðudagatali á forsíðu heimasíðunnar.

     

2.

Hjólreiða og göngustígur - 1609009

 

Framhald vinnu vegna göngustígs

 

Harpa og Elísabet verða fulltrúar með sveitarstjóra í viðræðum við landeigendur, Norðurorku og Vegagerð um gerð göngu- og hjólastígs.

     

3.

Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011

 

Lokahönd lögð á umhverfisáætlun

 

Farið yfir texta umhverfisstefnu. Málinu vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

     

4.

2019 áherslur í umhverfismálum - 1810028

 

Farið yfir þau verkefni sem vinna á og vinnuhópar myndaðir: Kortlagning kerfils og njóla, merkingar og skipulag á Gámasvæði, salernisaðstaða á útsýnispalli

 

Hilmar Dúi vinnur að kortlagningu í samstarfi við sveitarstjóra, Elísabet og Eva vinna að merkingum á gámasvæði í samstarfi við sveitarstjóra. Fulltrúi Markaðsstofu verður boðið á næsta fund til að ræða um skipulag salerna við þjóðveginn.

     

5.

Upplýsingaskilti við þjóðveg-Vaðlaheiðargöng - 1901006

 

Áningastaður með upplýsingaskilti.

 

Nefndin vill ræða upplýsingaskilti í samhengi við nýjan áninga- og útsýnispall við fulltrúa markaðsstofu og leita til Grýtubakkahrepps um samstarf. Sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa Grýtubakkahrepps og fá fulltrúa markaðsstofu á næsta fund nefndarinnar.