Atvinnu- og umhverfisnefnd

4. fundur 05. desember 2019

Fundargerð

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Guðmundur Emilsson situr sem varamaður í fjarveru Hörpu Barkardóttur sem vék af fundi kl. 21:00

Dagskrá:

1.

Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011

 

Tillaga að útliti Umhverfisstefnu kynnt

 

Smávægilegar lagfæringar verða gerðar og senda fundarmönnum. Heildar útlit og gerð samþykkt.

     

2.

Sveitarfélögin og heimsmarkimiðin - 1901028

 

Bréf frá forsætisráðuneytinu kynnt þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að horfa til markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd skorar á forsætisráðuneytið að bjóða uppá fjarfund um heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna og gera þannig sveitarstjórnarfólki um allt land mögulegt að fylgjast með umræðunni og vera þátttakendur frá upphafi umræðunnar. Sveitarstjóra falið að senda áskorunina til forsætisráðuneytisins.

     

3.

Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way - 1901012

 

Fulltrúi Markaðsstofu Norðurlands kemur á fundinn og kynnir þau verkefni sem verið er að vinna að innan Markaðsstofunnar.

 

Arnheiður, fulltrúi Markaðsstofu Norðurlands heimsótti nefndina, fór yfir þau verkefni sem verið er að vinna að og kynnti Norðurstrandaleiðina sérstaklega. Ákveðið að fundað verði með Markaðsstofunni og fulltrúum Grýtubakkahrepps um merkingar.

     

4.

Hjólreiða og göngustígur - 1609009

 

Næstu skref rædd

 

Björg fór yfir hugmyndir að samstarfi þeirra aðila sem eru að huga að framkvæmdum í sunnanverðu sveitarfélaginu.

     

5.

Spurningakönnun - sorphirða - 1902001

 

Spurningakönnun meðal íbúa um sorphirðu, flokkun og þá þjónustu sem í boði er

 

Nefndin felur formanni og sveitarstjóra að koma með tillögur að spurningum og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

     

6.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Farið yfir hugmyndir að merkingum á svæðinu

 

Farið yfir stöðu mála. Sveitarstjóra falið að leita tilboða í gerð skilta fyrir gámasvæðið. Nefndin leggur til að athugað sé hvort leyfilegt sé að streymt verði frá gámasvæðinu og á heimasíðuna og leggur til að settur verði upp skjár í Ráðhúsinu með beinni útsendingu frá Gámasvæðinu.

     

7.

Atvinnumál - 1902002

 

Atvinnumál útfrá hugmyndum um fiskeldi við Eyjafjörð

 

Sagt frá fundi Atvinnuþróunarfélagsins um laxeldi í Eyjafirði. Fundurinn var vel sóttur, fulltrúar frá sveitarstjórn og umhverfis- og atvinnumálanefnd sóttu fundinn þar sem fræðimenn fóru yfir áhrif fiskeldis, áskoranir og tækifæri.

     

8.

Umhverjfismál - fræðsla - 1902003

 

Umhverfisfræðsla í Valsárskóla kynnt

 

Bréf frá Ingu Sigrúnu skólastjóra Valsárskóla kynnt. Þar kemur fram að engin sérstök áhersla er á fræðslu í umhverfismálum innan skólans en nemendur og starfmenn flokki rusl, gróðursetji og hafi tekið nærumhverfið fjöruna í fóstur og sjái um að hreinsa hana.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.