Fundargerð
5. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 5. mars 2019 kl. 19:45.
Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, og .
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.
Einnig mættur Guðmundur Emilsson 1. varamaður
Dagskrá:
1. |
Heimasíða Svalbarðsstrandarhrepps - 1811010 |
|
Farið yfir tillögur vinnuhóps um endurbætur á heimasíðu |
||
Vinnuhópur hefur hafið störf og verið er að fara yfir þær þarfir og væntingar sem menn hafa. Lögð er áhersla á að fundargerðir sem snerta félög og samrekstur sveitarfélaga fái tengingu á heimasíðunni þannig að auðvelt sé að afla sér upplýsinga um málefnin sem til umræðu er. |
||
2. |
Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103 |
|
Farið yfir tilboð vegna gerðar skilta á gámasvæðinu |
||
Málinu frestað til næsta fundar. |
||
3. |
Spurningakönnun - sorphirða - 1902001 |
|
Farið yfir uppbyggingu könnunar og tillögur að spurningum |
||
Farið yfir spurningar. Könnunin verður lögð fyrir íbúa sveitarfélagsins, aðgengileg á heimasíðunni og hægt verður að svara könnuninni á skrifstofu sveitarfélagsins. |
||
4. |
2019 áherslur í umhverfismálum - 1810028 |
|
Farið yfir þau verkefni sem framundan eru og verkefnum skipt milli nefndarmanna |
||
Vinna er að hefjast við að korleggja dreifingu ágengra tegunda, Hilmar stýrir þessu verkefni. Vinna við gámasvæði er í góðum farvegi, spurningakönnun er í undirbúningi undir stjórn Elísabetar og farið yfir verkefni sem bíða sumarsins. Bæta þarf aðgengi gangandi um götur og slóðir í nánasta umhverfi við Svalbarðsströnd. Lagt er til að gulmálaðir steinar verði settir upp við sitthvorn enda slóðans við vitann. |
||
5. |
Kynning á frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 251993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 931995 um matvæli og lögum nr. 221994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru - 1903002 |
|
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 251993 kynnt |
||
Farið yfir bókun sveitarstjórnar og nefndin lýsir yfir ánægju með bókun sveitarstjórnar. |
||
6. |
Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011 |
|
Lokafrágangur umhverfisstefnu sveitarfélagsins |
||
Tillaga að útliti samþykkt og er tilbúin til birtingar á heimasíðunni. |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.