Atvinnu- og umhverfisnefnd

6. fundur 09. apríl 2019

Fundargerð VI

Fundargerð

6. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 9. apríl 2019 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Fjallgirðing - 1407157

 

Umsókn hefur verið skilað inn til Vegagerðar og rætt við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Næstu skref ákveðin

 

Stefnt er að því að hafa fund með landeigendum norðan Sigluvíkur eftir páska þar sem farið verður yfir girðingamál og fulltrúi skógræktarinnar fenginn á fundinn.

     

2.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Farið yfir þau tilboð sem bárust vegna merkinga á gámasvæðinu

 

Frestað til næsta fundar

     

3.

2019 áherslur í umhverfismálum - 1810028

 

Kortlagning kerfils og verkefni framundan við eyðingu kerfils

 

Kortlagning á þeim svæðum sem ágengar tegundir eru að festa rætur, er hafin. Gert er ráð fyrir að slegið verði uppúr miðjum júní auk þess sem athugað verður með að grafa upp, nota kló/tætara til þess að ná upp rótinni. Sveitarstjóra falið að senda landeigendum póst, Hilmar Dúi heldur utanum þessa vinnu og tekur við ábendingum.

     

4.

Svalbarðsstrandarhreppur - vortiltekt - 1904002

 

Ákveðið hvenær og hvaða verkefni eigi að vinna á tiltektardegi 2019

 

Ákveðið að vortiltekt í Svalbarðsstrandarhreppi verði laugardaginn 11. maí. Gengið verður meðfram þjóðveginum og rusl tínt. Hafist verður handa klukkan 10. Íbúar eru hvattir til þess að mæta og leggja hönd á plóg, sundlaugin verður opin og boðið upp á pylsur í lok vinnudags.

     

5.

Spurningakönnun - sorphirða - 1902001

 

Farið yfir niðurstöður skoðanakönnunar

 

Farið yfir niðurstöður könnunar. Ljóst er að íbúar Svalbarðsstrandarhrepps eru duglegir að flokka og ýmsar ábendingar komu fram um það sem betur má fara, bæði varðandi gámasvæði og heimilissorp. Niðurstöður skoðunarkönnunar verða aðgengilegar á heimasíðunni. Niðurstöður könnunarinnar verða hafðar til hliðsjónar við þá vinnu sem framundan er vegna útboðs á sorphirðu og vinna á gámasvæði.

     

6.

Upplýsingaskilti við þjóðveg-Vaðlaheiðargöng - 1901006

 

Sveitarstjóra var falið að ræða við Markaðsstofu Norðurlands og fulltrúa Grýtubakkahrepss um upplýsingaskilti og aðgengi ferðamanna að upplýsingum um svæðið. Farið yfir stöðu mála.

 

Farið yfir þá umræður sem átt hafa sér stað við landeigendur, Vaðlaheiðargöng og aðra hagsmunaaðila. Vinna við frágang á svæðinu er hafin en markmiðið er að hægt verði að byggja upp áningastað suður af Halllandsnesi.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45.

 

 

Elísabet Ásgrímsdóttir

Halldór Jóhannesson

Harpa Barkardóttir

Hilmar Dúi Björgvinsson

Eva Sandra Bentsdóttir