Umhverfis & Atvinnumálanefnd

8. fundur 04. júní 2019

Fundargerð

8. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 4. júní 2019 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir og Jakob Björnsson.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Einnig sat fundinn Guðmundur Emilsson varamaður

Dagskrá:

1.

Sorphirða - lok samnings og útboð árið 2019 - 1903001

 

Uppkast að útboði lagt fyrir nefndina

 

Efla vann fyrri útboðslýsingu og óskar nefndin eftir að Eflu verði falið að uppfæra útboðsgögn. Óskað er eftir 600.000 kr. viðauka til uppfærslu útboðslýsingar vegna sorphirðu. Nefndin fór yfir þær áherslur sem setja þarf inn í nýja lýsingu. Fjölga þarf tíðni losunar og stungið er uppá til tilraunar, að við götur verði settar stærri tunnur fyrir lífrænt sorp sem hægt er að samnýta. Athugað verður með aukið samráð og losun fyrir og um jól tryggð. Samningur verði gerður til tveggja ára. Farið var yfir tillögur og athugasemdir sem bárust í skoðanakönnun sem gerð var eftir áramótin.

     

2.

Hundagerði á Svalbarðseyri - 1905010

 

Sveitarstjórn samþykkti að sett yrði upp hundagerði til tilraunar. Umhverfis- og atvinnumálanefnd fer yfir staðsetningu og framkvæmd

 

Lagt er til að hundagerði verði norðan við sundlaugina, norðan við kartöflugarð.

     

3.

Verkefni sumarsins 2019 - 1905020

 

Dagsetningar verkefna ákveðnar

 

Farið verður með flokkstjórum á þá staði sem á að slá kerfil. Slegið verður þegar kerfill er í blómgun og gert er ráð fyrir að það sé um næstu mánaðarmót. Hilmar Dúi heldur utanum eyðingu kerfils. Njóli verður stunginn upp í byrjun ágúst.

     

4.

Upprekstur á afrétt - 1905023

 

Dagsetning ákveðin

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd gerir það að tillögu sinni til sveitarstjórnar að leyft verði að sleppa fé 7. júní í ár.

     

5.

Skilti og merkingar við Vaðlaheiðargöng - 1905024

 

Farið yfir fyrirhugaðan fund með ferðaþjónustuaðilum sem verður haldinn miðvikudaginn 5. júní í Valsárskóla kl. 12:30

 

Farið yfir merkingar við Vaðlaheiðargöng og áhyggjur ferðaþjónustuaðila um að ekki sé nægilega. Fundur verður haldinn miðvikudaginn 12. júní í Valsárskóla þar sem ferðaþjónustuaðilum er boðið til samtals við fulltrúa frá Vegagerð, Vaðlaheiðargöngum og Markaðsstofu.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.