Umhverfis & Atvinnumálanefnd

9. fundur 10. september 2019

Fundinn sátu: Björg Erlingsdóttir, Elísabet Ásgrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson og Eva Sandra Bentsdóttir.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Sorphirða - lok samnings og útboð árið 2019 - 1903001

 

EFLA hefur unnið að útboðsgögnum. Farið yfir stöðu mála.

 

Verið er að vinna útboðsgögn. Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin um miðjan október. Málinu frestað til næsta fundar

     

2.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Farið yfir merkingar og aðgengi að gámasvæðinu

 

Gámar voru ryðvarðir og málaðir . Verið er að vinna að skiltum og næsta ár verður haldið áfram með að laga aðstæður og umhverfi á gámasvæði.

     

3.

Verkefni sumarsins 2019 - 1905020

 

Farið yfir verkefni sumarsins og skipulagning stærri verkefna hafin

 

Eftir er að setja trjágróður í brekkuna fyrir ofan gámasvæði, fjarlægja girðingu við Svalbarðseyrarveg, skilti við gámsvæði eru vinnslu en annað hefur verið unnið. Vinna við eyðingu kerfils hófst en þar er mikið verk að vinna og gert er ráð fyrir að það haldið verði áfram með eyðingu bæði kerfils og njóla næstu sumur. Nefndin leggur til að næsta sumar verði skipulagður dagur þar sem íbúar sameinast í að eyða kerfli/njóla. Óskað er eftir að nemendur vinnuskóla fái umsagnir sendar, mikilvægt er að nemendur sem ekki hafa löglegan aldur eða þroska til að stjórna erfiðum tækjum komi ekki nálægt þeim og passað sé uppá að framkoma og samskipti milli nemenda og stjórnenda sé til fyrirmyndar.

     

4.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001

 

Áherslur í umhverfismálum 2020. Farið yfir þau verkefni sem nefndin vill leggja áherslu á fyrir árið 2020

 

Farið yfir tillögur nefndarmanna að verkefnum ársins 2020. Gróf fjárhagsáætlun unnin og málinu vísað til sveitarstjóra til að vinna áfram fyrir fjárhagsáæltun og leggja fyrir sveitarstjórn.

     

5.

Skilti og merkingar við Vaðlaheiðargöng - 1905024

 

Farið yfir þá vinnu sem unnin hefur verið og þau verkefni sem eftir eru.

 

Lagt fram til kynningar

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:20.

 

 

Björg Erlingsdóttir

Elísabet Ásgrímsdóttir

Halldór Jóhannesson

Harpa Barkardóttir

Hilmar Dúi Björgvinsson

Eva Sandra Bentsdóttir