Atvinnu- og umhverfisnefnd

10. fundur 10. október 2019

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, formaður, Halldór Jóhannesson, aðalmaður, Hilmar Dúi Björgvinsson, aðalmaður, Eva Sandra Bentsdóttir, aðalmaður, Jakob Björnsson, 2. varamaður, , sveitarstjóri, .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

 

1.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Farið yfir tillögur auglýsingastofu að skiltu á gámasvæði

 

Sveitarstjóra falið að ræða við hönnuð um útlit, samhæfa skilti og leiðrétta teikningu. Tillögur verða tilbúnar fyrir næsta fund.

 

   

2.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001

 

Farið yfir verkefnalista ársins 2020

 

Farið yfir áætlun

 

   

3.

Sorphirða - lok samnings og útboð árið 2019 - 1903001

 

Farið yfir stöðu mála og næstu skref

 

Efla er að uppfæra útboðið eldra tilboð og gert er ráð fyrir að útboðsefni verði tilbúið á næstu vikum.

 

   

4.

Aðgangsstýring að gámasvæði - 1910003

 

Tilboð frá Hagvís ehf um aðgangsstýringu að gámasvæði á Svalbarðseyri lagt fram til kynnar

 

Farið yfir tilboð frá Hagvís. Ákveðið að athuga með aðrar útfærslur og leiðir.

 

   

5.

Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftlagsmál - 1906008

 

Farið yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, endurskoðun á aðalskipulagi og hvernig sveitarfélagið getur haft heimsmarkmiðin til hliðsjónar í starfsemi sinni

 

Nefndin fagnar því að sveitarfélagið hafi tekið þátt í samráðsvettvangi og leggur áherslu á að við endurskoðun aðalskipulags verði heimsmarkmiðin höfð til hliðsjónar við vinnuna.

 

   

6.

Fráveita Svalbarðseyrar - 1407119

 

Farið yfir kynningar á fráveitukerfum, frá Hagvís og Iðnver

 

Farið yfir tilboð frá Iðnver og þær leiðir sem fyrirtækið og Hagvís bjóða uppá í fráveitumálum. Málinu frestað

 

   

7.

Vaðlaheiði - endurheimt votlendis - 1910006

 

Endurheimt votlendis í Vaðlaheiði. Tekið fyrir með afbrigðum

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Málið lagt fram til kynningar. Nefndin leggur til að haldinn verði fundur með fulltrúum frá Votlendissjóði og landeigendum á svæðinu.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00