Fundargerð
11. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 12. November 2019 kl. 19:45.
Fundinn sátu: Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri, Elísabet Ásgrímsdóttir, formaður, Harpa Barkardóttir, aðalmaður, Halldór Jóhannesson, aðalmaður, Hilmar Dúi Björgvinsson, aðalmaður, Eva Sandra Bentsdóttir, aðalmaður og , sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. |
Sóknaráætlun 2020-2024 - 1910019 |
|
Farið yfir drög að Sóknaráætlun Norðurlands Eystra 2020-2024 |
||
Lagt fram til kynningar |
||
|
||
2. |
2019 áherslur í umhverfismálum - 1810028 |
|
Kynning á sláttuvél sem vinnur á lúpínu og kerfli. |
||
Ákveðið að halda áfram þeirri vinnu sem unnin var síðasta sumar, fylgjast með og kortleggja dreifingu. |
||
|
||
3. |
Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011 |
|
Markmið og áherslur unnar í samræmi við Umhverfisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps |
||
Gátlisti verður útbúinn fyrir stofnanir sveitarfélagsins þar sem hægt verður að fylgjast með árangri í framkvæmd umhverfisstefnu. Umhverfisfundur verður haldinn á vormánuðum fyrir íbúa, með fræðslu og kynningu. |
||
|
||
4. |
Aðgangsstýring að gámasvæði - 1910003 |
|
Farið yfir þær leiðir sem nágrannasveitarfélögin eru að fara varðandi aðgangsstýringu að gámasvæðum |
||
Nefndin leggur til að stórgrýti verði sett til að afmarka aðkomuna að gámasvæðinu áður en bómur verða komnar. Keðjur settar á milli steinanna. Sveitarstjora falið að vinna að skipulaginu og fá tilboð í efni. |
||
|
||
5. |
Vaðlaheiði - endurheimt votlendis - 1910006 |
|
Endurheimt votlendis |
||
Fundur verður haldinn í mars með fulltrúum Votlendissjoðs og fulltrúum frá Skógræktinni. Súpufundur með hagsmunaaðilum. |
||
|
||
6. |
Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra - umsókn - 1910011 |
|
Skapandi Rusl, umsókn í uppbyggingarstjóð kynnt |
||
Umsókn fyrir verkefnið Skapandi Rusl kynnt. Umhverfis- og atvinnumálanefnd sér mikil tækifæri í list- og atvinnusköpun í kringum endurvinnslu á sorpi og úrgangi. Nefndin leggur áherslu á að umhverfisstefna og heimsmarkmið verði leiðandi í nýsköpun þegar kemur að úrgangi. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45.