Atvinnu- og umhverfisnefnd

11. fundur 12. nóvember 2019

Fundargerð

11. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 12. November 2019 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri, Elísabet Ásgrímsdóttir, formaður, Harpa Barkardóttir, aðalmaður, Halldór Jóhannesson, aðalmaður, Hilmar Dúi Björgvinsson, aðalmaður, Eva Sandra Bentsdóttir, aðalmaður og , sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Sóknaráætlun 2020-2024 - 1910019

 

Farið yfir drög að Sóknaráætlun Norðurlands Eystra 2020-2024

 

Lagt fram til kynningar

 

   

2.

2019 áherslur í umhverfismálum - 1810028

 

Kynning á sláttuvél sem vinnur á lúpínu og kerfli.

 

Ákveðið að halda áfram þeirri vinnu sem unnin var síðasta sumar, fylgjast með og kortleggja dreifingu.

 

   

3.

Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011

 

Markmið og áherslur unnar í samræmi við Umhverfisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps

 

Gátlisti verður útbúinn fyrir stofnanir sveitarfélagsins þar sem hægt verður að fylgjast með árangri í framkvæmd umhverfisstefnu. Umhverfisfundur verður haldinn á vormánuðum fyrir íbúa, með fræðslu og kynningu.

 

   

4.

Aðgangsstýring að gámasvæði - 1910003

 

Farið yfir þær leiðir sem nágrannasveitarfélögin eru að fara varðandi aðgangsstýringu að gámasvæðum

 

Nefndin leggur til að stórgrýti verði sett til að afmarka aðkomuna að gámasvæðinu áður en bómur verða komnar. Keðjur settar á milli steinanna. Sveitarstjora falið að vinna að skipulaginu og fá tilboð í efni.

 

   

5.

Vaðlaheiði - endurheimt votlendis - 1910006

 

Endurheimt votlendis

 

Fundur verður haldinn í mars með fulltrúum Votlendissjoðs og fulltrúum frá Skógræktinni. Súpufundur með hagsmunaaðilum.

 

   

6.

Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra - umsókn - 1910011

 

Skapandi Rusl, umsókn í uppbyggingarstjóð kynnt

 

Umsókn fyrir verkefnið Skapandi Rusl kynnt. Umhverfis- og atvinnumálanefnd sér mikil tækifæri í list- og atvinnusköpun í kringum endurvinnslu á sorpi og úrgangi. Nefndin leggur áherslu á að umhverfisstefna og heimsmarkmið verði leiðandi í nýsköpun þegar kemur að úrgangi.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45.