Umhverfis & Atvinnumálanefnd

12. fundur 04. febrúar 2020

Fundargerð

12.. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 4. febrúar 2020 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir, og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Guðmundur Emilsson, 1. varamaður

Dagskrá:

2.

Sorphirða - lok samnings og útboð árið 2019 - 1903001

 

Eftir útboð var gengið til samninga við TERRA um sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi næstu ár.

 

TERRA hefur tekið við samningum við Svalbarðsstrandarhrepp um söfnun sorps. Skipt var um tunnur og gáma um liðna helgi. Íbúum er bent á að senda póst á postur@svalbardsstrond.is ef tunnur vantar.

 

Samþykkt

     

3.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Tillögur hönnuða að merkingum á gámasvæði lagðar fram

 

Tillögur hönnuðar lagðar fram. Rætt verður við TERRA um merkingar og uppröðun gáma á gámasvæði. Gert er ráð fyrir að skilti verði tilbúin til uppsetningar um mánaðarmótin apríl/maí

 

Samþykkt

     

4.

Aðgangsstýring að gámasvæði - 1910003

 

Farið yfir hugmyndir að aðgangsstýringu

 

Hugmyndir um lokun að gámasvæði ræddar. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun fyrir ólíkar leiðir verði lagðar fyrir næsta fund.

 

Samþykkt

     

5.

Vaðlaheiði - endurheimt votlendis - 1910006

 

Fundur umhverfis- og atvinnumálanefndar um endurheimmt votlendis og skógrækt verður haldinn í mars.

 

Rætt hefur verið um að fá Skógræktina og Votlendissjóð á opinn fund í Svalbarðsstrandarhreppi með landeigendum og íbúum. Gert er ráð fyrir að slíkur fundur yrði haldinn 14. mars og fundurinn haldinn í Valsárskóla.

 

Samþykkt

     

6.

Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra - umsókn - 1910011

 

Skapandi rusl, verkefnalýsing lögð fram til kynningar

 

Sótt var um styrk í uppbyggingarsjóð sem var hafnað en verkefninu beint að sjóði áhersluverkefna fyrir svæðið og sótt var um í þann sjóð. Niðurstaða ætti að liggja fyrir innan skamms.

 

Samþykkt

     

7.

Aðalskipulag 2020- - 1901003

 

Farið yfir stöðu endurskoðunar aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps og tengingu við heimsmarkmið SÞ

 

Vinna er hafin við endurskoðun aðalskipulags og er hún á höndum sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir að haldinn verði íbúafundur um endurskoðun aðalskipulags með vorinu.

 

Samþykkt

     

8.

Vinnuskóli 2020 - 2002001

 

Farið yfir auglýsingar og skipulags vinnuskóla 2020

 

Auglýst verður eftir flokkstjórum á næstu dögum á heimasíðu sveitarfélagsins og í blöðum á svæðinu.

 

Samþykkt

     

1.

Stekkjarvík hækkun gjaldskrár - 1911014

 

Fyrirhuguð breyting á gjalskrá Norðurár bs. lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00.

 

 

Elísabet Ásgrímsdóttir

Harpa Barkardóttir

Hilmar Dúi Björgvinsson

Eva Sandra Bentsdóttir

Guðmundur Emilsson