Umhverfis & Atvinnumálanefnd

13. fundur 10. mars 2020

Fundargerð

13. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 10. mars 2020 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Íbúafundur um skógrækt og endurheimt votlendis - 2003004

 

Fundur verður haldinn laugardaginn 14. mars kl. 13:00 um skógrækt og endurheimt votlendis.

 

Ákveðið er að fresta íbúafundi fram að vori í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs COVID-19

 

Samþykkt

     

2.

Aðgangsstýring að gámasvæði - 1910003

 

Farið yfir tilboð frá Tæknivit um aðgangsstýringu að gámasvæði

 

Farið yfir tilboð frá Tæknivit. Ákveðið að fela sveitarstjóra að kanna verð hjá fleiri aðilum. Málinu frestað til næsta fundar.

 

Frestað

     

3.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Lokamynd er að koma á útlit upplýsingaskiltis. Farið yfir tillögu frá hönnuði

 

Umsjónarmaður fasteigna hefur umsjón með gámasvæðinu og kallar eftir losun þegar á þarf að halda. Áberandi er að Ströndungar virðast eiga erfitt með að flokka rétt í gámana. Með merkingu og auknu eftirliti standa vonir til þess að ástandið batni. Gert er ráð fyrir að myndavélakerfi nýtist betur með meiri umsjón og tíðari eftirlitsferðum. Skilti eru að verða tilbúin og unnið er að endanlegri skipulagningu svæðisins. Verið er að skoða að setja upp gerði með minni söfnunarkössum og beðið er eftir tilboði frá TERRA. Sambærileg gerði eru í notkun á Akureyri og hafa gefið góða raun. Áfram verður unnið að þessari útfærslu og gert ráð fyrir að lokamynd verði komin á fyrir næsta fund.

     

4.

Vinnuskóli 2020 - 2002001

 

Umsóknarfrestur um stöðu flokksstjóra er runninn út. Auglýsing til nemenda hefur verið send og umsóknarfrestur er til 30. mars.

 

Engar umsóknir bárust um stöðu flokkstjóra. Áfram verður haldið að auglýsa eftir flokksstjórum. Skráning fyrir nemendur verður aðgengileg í lok vikunnar. Vinnuskóli verður með sama móti og undanfarin ár. Á heimasíðu hreppsins eru samþykktir vinnuskólans og aðrar upplýsingar varðandi vinnutíma, laun og starfsumhverfi.

 

Samþykkt

     

5.

Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011

 

Kynning verður á umhverfisskýrslunni fyrir starfsmenn sveitarfélagsins á fundi starfsmanna um miðjan mars mánuð.

 

Starfsdagur er í Valsárskóla og leikskólanum Álfaborg, 16. mars. Formaður nefndarinnar kynnir umhverfisstefnu sveitarfélagsins á fundinum.

 

Samþykkt

     

6.

Svalbarðsstrandarhreppur - vortiltekt - 1904002

 

Umhverfisdagur 2020, dagsetning og verkefni ákveðin

 

Ákveðið að halda Umhverfisdag Svalbarðsstrandarhrepps laugardaginn 23. maí. Dagurinn verður með hefðbundnum hætti en gert er ráð fyrir að honum ljúki á gámasvæðinu með grillveislu.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00.

 

 

Elísabet Ásgrímsdóttir

Halldór Jóhannesson

Harpa Barkardóttir

Hilmar Dúi Björgvinsson

Eva Sandra Bentsdóttir