Umhverfis & Atvinnumálanefnd

14. fundur 05. maí 2020

Fundargerð

14. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 5. maí 2020 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Aðgerðir Svalbarðsstrandarhrepps til viðspyrnu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf - 2003015

 

Farið yfir þær framkvæmdir og verkefni sem sveitarstjórn hefur ákveðið að farið verði í á næstu misserum. Sveitarstjórn ákvað m.a. að fara í mörg þau verkefni sem Umhverfis- og atvinnumálanefnd lagði áherslu á við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 en var ákveðið að fresta.

 

Farið yfir þau verkefni sem sveitarstjórn hefur samþykkt að farið verði í næstu mánuði til eflingar atvinnulífs á svæðinu. Flest þeirra verkefna sem nefndin lagði til að farið yrði í við fjárhagsáætlunargerð og komust ekki á listann, verður farið í á næstu mánuðum.

 

Samþykkt

     

2.

Gönguleiðir á Svalbarðseyri - 2005001

 

Markaðsstofa hefur óskað eftir upplýsingum um gönguleiðir í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Unninn hefur verið listi með helstu gönguleiðum. Safna þarf hnitum af gönguleiðunum og ákveðið að listi gönguleiða verður settur á heimasíðuna og óskað eftir frekari tillögum og hnitum frá kraftmiklum göngugörpum.

 

Samþykkt

     

3.

Aðgangsstýring að gámasvæði - 1910003

 

Farið yfir kostnað vegna uppsetningar aðgangsstýringr

 

Gert er ráð fyrir að skilti klárist í maí mánuði og sveitarstjóra falið að fá endurnýjað tilboð frá Tæknval um uppsetningu aðgangsstýrðs hliðs á gámasvæði. Gert er ráð fyrir að sett verði upp hlið í Vaðlabyggð þegar reynsla verður komin á aðgangsstýringu á Svalbarðseyri.

 

Samþykkt

     

4.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Lagðar fram teikningar og farið yfir kostnað vegna uppsetningar hliðs.

 

Garðaúrgangi verður skilað í gám á gámasvæði, hætt verður urðun við Borgartún. Gámar verða númeraðir, verið er að hreinsa til á Gámasvæði.

 

Samþykkt

     

5.

Matjurtargarðar til leigu sumarið 2020 - 2005002

 

Boðið verður upp á matjurtargarða til leigu sumarið 2020. Garðarnir eru norðan við Sundlaugina.

 

Þetta eru um 10 fermetra matjurtagarðar sem hver og einn hefur til umráða, staðsettir norðan við Sundlaugina, og kostar ekki gegn því að vel sé hugsað um garðana.
Takmarkað magn er til úthlutunar.
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí. Sótt er um á netfangið postur@svalbardsstrond.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda.

 

Samþykkt

     

6.

Vinnuskóli 2020 - 2002001

 

Gengið hefur verið frá ráðningu flokksstjóra Vinnuskóla. Farið yfir helstu verkefni næstu vikna og mánaða. Starfsmenn koma til starfa í byrjun maí og hægt verður að hefjast handa við stærri verkefni með komu þeirra.

 

Langur verkefnalisti bíður starfsmanna Vinnuskólans. Þrír hafa verið ráðnir sem flokksstjórar og starfsmenn Vinnuskóla. Tveir hafa þegar tekið til starfa og koma til með að vinna við uppsetningu leiktækja á lóð Álfaborgar í byrjun maí og fram að upphafi Vinnuskólans.

 

Samþykkt

     

7.

Svalbarðsstrandarhreppur - vortiltekt - 1904002

 

Á síðasta fundi ákvað nefndin að Umhverfisdagur Svalbarðsstrandarhrepps yrði laugardaginn 23. maí. Farið yfir verkefni og framkvæmd Umhverfisdagsins 2020.

 

Ákveðið að flýta Umhverfisdeginum og hann verður haldinn 16. maí. Breytingin verður auglýst á heimasíðu og póstur sendur í heimahús. Íbúar eru hvattir til þess að taka til í sínu nærumhverfi og leggja samfélaginu lið á Umhverfisdeginum.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30.

 

 

Elísabet Ásgrímsdóttir

Halldór Jóhannesson

Harpa Barkardóttir

Hilmar Dúi Björgvinsson

Eva Sandra Bentsdóttir