Atvinnu- og umhverfisnefnd

15. fundur 02. júní 2020

Fundargerð

15. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 2. júní 2020 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Einnig mættur Guðmundur Emilsson 1. varamaður

Dagskrá:

1.

Matjurtargarðar til leigu sumarið 2020 - 2005002

 

Matjurtargarðar voru auglýstir í byrjun maí.

 

Fáir sóttu um matjurtargarða en búð er að merkja út fyrir görðum og tilkynna þeim fáu sem sóttu um. Ef áhugasamir gefa sig fram er pláss fyrir einstaklinga með græna fingur.

 

Samþykkt

     

2.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Farið yfir tilboð í aðgangsstýringu og teikningar frá Terra og hönnuði.

 

Ákveðið að taka tilboði Tæknivit um aðgangsstýringu á gámasvæðinu á Svalbarðseyri. Ef vel gengur verður athugað með að setja upp aðgangsstýringu á svæðinu í Kotabyggð.
Verið er að ganga frá hönnun skilta og upplýsingum fyrir heimasíðu. Skiltið er unnið í samstarfi við TERRA, fyrirtækið fær aðgang að myndavélakerfi hreppsins og með haustinu verður farið í herferð um flokkun og þau úrræði sem komin verða á gámasvæðið. Íbúar hafa óskað eftir tíðari losun á grænu tunnunni. Terra hefur bent á að miðað við nýja löggjöf sem í undirbúningi er sé hagkvæmara að fá þriðju tunnuna. Sveitarstjóra falið að kanna kostnað vegna þriðju tunnu samanborið við fjölgun losunardaga.

 

Samþykkt

     

3.

Vinnuskóli 2020 - 2002001

 

Umsóknir hafa borist og skipulag lagt fram. Sveitarfélagið fékk styrk til þess að ráða tvo nemendur í gengum átak Vinnumálastofnunar.

 

Sveitarstjórn ákvað að ráða þá nemendur sem höfðu sótt um og eru á framhaldsskólaaldri. Vinnuskóli hefst með kynningarfundi á föstudag og nemendur hefja störf mánudaginn 8. júní. Einn sótti um starf í gengum átak Vinnumálastofnunar.

 

Samþykkt

     

4.

Fiskeldi við Eyjafjörð - 2004011

 

Sveitarstjórn lagði fram bókun á síðasta fundi sínum. Bókun lögð fram til kynningar ásamt erindum frá landeigendum og hagsmunaaðilum

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd fagnar bókun sveitarstjórnar. Um leið og mikilvægt er að standa vörð um náttúruna þarf atvinnuuppbygging að vinna með henni en ekki á móti.

 

Samþykkt

     

5.

Svalbarðsstrandarhreppur - vortiltekt - 1904002

 

Vortiltekt var laugardaginn 16. maí.

 

Ströndungar fjölmenntu og mæting var betri en síðasta vor. Miklu var safnað saman og í ljósi þess er ákveðið að halda annan tiltektardag með haustinu. Íbúar og gestir Svalbarðsstrandar eru hvattir til þess að tína rusl á ferð sinni um náttúruna.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30.

 

 

Elísabet Ásgrímsdóttir

Halldór Jóhannesson

Harpa Barkardóttir

Hilmar Dúi Björgvinsson