Umhverfis & Atvinnumálanefnd

16. fundur 01. september 2020

Fundargerð

16. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 1. september 2020 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Harpa Barkardóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir, Jakob Björnsson og .

 

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Gestur fundarins Sigurbjörg Bergsdóttir

Dagskrá:

1.

MAST eftirlitsaðili frumframleiðslu - 2008010

 

MAST hefur m.a. eftirlit með frumfraleiðslu búfjárafurða, kjötvinnslu og mjólkurbúum á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Fulltrúi frá MAST kemur á fund nefndarinnar og kynnir starfsemi MAST

 

Sigurbjörg Bergsdóttir eftirlitsdýralæknir Norðausturumdæmis MAST mætir á fundinn. Sigurbjörg fer yfir hlutverk og verkefni MAST þegar kemur að eftirliti með dýrahaldi og umhverfismálum. Það sem snýr að nærumhverfi dýranna snýr að MAST.

Íbúar geta sent tilkynningar inn til MAST og Heilbrigðiseftirlits, umhverfis- og atvinnumálanefnd tekur við skriflegum erindum og vísar áfram til MAST eða Heilbrigðiseftirlits.

 

Samþykkt

     

2.

Aðgangsstýring að gámasvæði - 1910003

 

Farið yfir stöðu mála

 

Hlið er komið upp á gámasvæðinu á Svalbarðseyri. Grenndargámasvæði er í vinnslu og skilti verða komin upp í lok september. Aðgangsstýring verður að svæðinu. Íbúar fá aðgang að gámasvæðinu og hliðinu í gegnum snjallsíma. Sótt verður um aðgang á netfangið postur@svalbardsstrond.is. Í undantekningartilvikum verður hægt að fá aðgangshnapp en greiða þarf tryggingargjald. Nefndin vinnur að gerð umgengnisreglna varðandi gámasvæðið og verða þær aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

     

3.

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun - 2008009

 

Vinnuáætlun sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar. Nefndin fer yfir stöðu verkefna sem ráðist var í 2020 og tillögur að verkefnum ársins 2021.

 

Farið yfir þau verkefni sem unnin hafa verið fram til þessa. Gert er ráð fyrir að þau verkefni sem eftir á að klára síðastliðið sumar verði kláruð á næsta ári. Nefndin leggur fram verkefnalista á næsta fundi.

 

Samþykkt

     

4.

Áskorun til umhverfis- og atvinnumálanefndar - 1905011

 

Óskað er eftir endurskoðun á svari umhverfis- og atvinnumálanefndar, frá 7. fundi umhverfis og atvinnumálanefndar, 21. maí 2019

 

Nefndin ítrekar fyrri bókun frá 7. fundi, 21. maí 2019.
Umhverfis- og atvinnumálanefnd bendir íbúum og rekstraraðilum á umhverfisstefnu sveitarfélagsins en þar er lögð áhersla á að "Svalbarðsströnd er landbúnaðarsvæði og bændur nýta búfjáráburð á tún sín, einnig er matvinnslufyrirtæki á Svalbarðseyri sem sömuleiðis hefur áhrif á nærumhverfi sitt.
Ferðaþjónusta er vaxandi í sveitarfélaginu auk þess sem margskonar atvinnufyrirtæki eru í sveitarfélaginu, mikilvægt er að rekstaraðilar sýni nærumhverfi sínu tillitsemi." Í umhverfisstefnunni kemur ennfremur fram eftirfarandi:

"Vandað verði til nýbygginga, útlits og umhverfis og viðhaldi eldri bygginga sinnt
svo hvorki sé til lýtis né hætta stafi af, þannig verði sjónræn áhrif vanhirtra
bygginga, bifreiða, véla og tækja lágmörkuð."
Umhverfisstefna er leiðbeinandi og má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nefndin bendir á að MAST og Heilbrigðiseftirlitið taka við ábendingum, MAST við ábendingum sem varða dýrahald og Heilbrigðiseftirlit við ábendingum sem varða umhverfismál.

 

Samþykkt

     

5.

Vinnuskóli 2020 - 2002001

 

Farið yfir vinnu Vinnuskólans 2020

 

Vinna vinnuskólans gekk vel í sumar, sláttur í görðum gekk vel. Nefndin er ánægð með störf vinnuskólans þetta sumarið.

 

Samþykkt

     

6.

Ítrekuð brot gegn skilyrðum starfsleyfis - 1105018

 

Farið yfir stöðu mála

 

AUTO ehf. hefur ekki endurnýjað starfsleyfi. Fundað hefur verið með rekstraraðila, sveitarstjóra og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits. Rekstraraðili hefur frest til 20. September til þess hreinsa svæði vestan við athafnasvæðið, norðan við og heimreið. Heilbrigðiseftirlit heldur utanum málið, sveitarfélagið stendur straum af kostnaði ef af hlýst.

 

Samþykkt

     

7.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Teikningar af skiltum á gámasvæði lagðar fram

 

Farið yfir skiltin, smávægilegar lagfæringar eru eftir. Gert er ráð fyrir að skilti verði komin upp í lok September.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00.

 

 

Elísabet Ásgrímsdóttir

Harpa Barkardóttir

Hilmar Dúi Björgvinsson

Eva Sandra Bentsdóttir

Jakob Björnsson