Umhverfis & Atvinnumálanefnd

17. fundur 20. október 2020

Fundargerð

17. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 20. október 2020 kl. 19:45.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Hilmar Dúi Björgvinsson, Eva Sandra Bentsdóttir, og .

 

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Guðmundur Emilsson, varamaður. Gestur fundarins Alfreð Schiöth fulltrúi HNE sat undir 1. lið á dagskrá.

Dagskrá:

1.

Heilbriðgðiseftirlit Norðurlands eystra HNE - eftirlitsaðili með dýrahaldi og frumframleiðslu - 2010002

 

HNE hefur eftirlit með almennri umgengni og meðferð úrgangs. Fulltrúi frá HNE kemur á fund nefndarinnar og kynnir starfsemi Heilbrigðiseftirlits.

 

Alfreð Schiöth fulltrúi HNE var gestur fundarins og fer yfir starfssvið Heilbrigðiseftirlits.

 

Samþykkt

     

2.

Aðgangsstýring að gámasvæði - 1910003

 

Nefndarmenn hafa farið á Gámasvæði. Aðgangsstýring er komin upp og leiðbeiningar verið settar upp á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Grenndarstöð er komin upp og aðgangsstýring komin í notkun. Á næstu dögum verður sett upp hlið sunnanmegin á Gámasvæðinu og akstursleiðin þar með lokuð. Útkeyrsla verður á sama stað og innkeysla er á Gámasvæði.

 

Samþykkt

     

3.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Grenndarstöð er komin upp og flokkunar flokkar orðnir 16

 

Fulltrúi Flokkunar ehf mun koma á Svalbarðseyri þegar um hægist vegna COVID og halda kynningarfund um flokkun á heimilissorpi og notkuna á gámasvæði. Gert er ráð fyrir auknum upplýsingum á heimasíðu sveitarfélagsins og búist er við að ný heimasíða komist í gagnið á nýju ári. Skilti á Gámasvæði með leiðbeiningum er í framleiðslu.
Næsta sumar er gert ráð fyrir gróðurtipp við norðurenda þess svæðis sem núverandi tippur er á. Verið er að flytja jarðefni á svæðið og gera slóða fyrir bíla til að komast að tippnum.

 

Samþykkt

     

4.

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun - 2008009

 

Verkefni næsta árs lögð fram

 

Farið yfir þau verkefni sem nefndin leggur áherslu á og sveitarstjóra falið að skila listanum til sveitarstjórnar fyrir fjárhagsáætlunarvinnu

 

Samþykkt

     

5.

Vinnuskóli 2020 - 2002001

 

Farið yfir verkefni Vinnuskólans sumarið 2020 og umsagnir fyrir starfsmenn.

 

Vel gekk í Vinnuskólanum sumarið 2020, kraftmiklir flokksstjórar og starfsmenn. Umsagnir eru tilbúnar og verða senda starfsmönnum á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að auglýst verði eftir flokksstjórum strax um áramót.

 

Samþykkt

     

6.

AUTO ehf. Hreinsun svæðis - 2007002

 

Fulltrúi HNE hefur sent inn ósk til sveitarstjórnar um að fjarlægja tilteknar bifreiðar af yfirráðasvæði AUTO ehf.

 

Farið yfir stöðu mála. Unnið er að því að bílar verði fjarlægðir og umhverfis- og atvinnumálanefnd lýsir ánægju með að verið sé að vinna í þessum málum og leggur nefndin áherslu á að áfram verði haldið.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.

 

 

Elísabet Ásgrímsdóttir

Hilmar Dúi Björgvinsson

Eva Sandra Bentsdóttir