Umhverfis & Atvinnumálanefnd

19. fundur 04. maí 2021 kl. 16:00 - 18:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Harpa Barkardóttir
  • Hilmar Dúi Björgvinsson
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Dagskrá:

1.

Umhverfisdagur 2021 - 2102005

 

Tillaga að dagskrá umhverfisviku 2021

 

Vikuna 14. maí til 22. maí verður umhverfisvika á Svalbarðsströn. Fjölbreytt dagskrá og viðburðir verða auglýst þegar nær dregur.

 

Samþykkt

     

2.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Helstu tölur um kostnað vegna gámasvæðis lagðar fram

 

Í apríl voru erfiðleikar með rafmagn fyrir hlið að gámasvæði sem varð til þess að aðgengi var ekki tryggt. Þetta hefur verið lagað og nýting á gámasvæði er góð. Grenndargámar eru nýttir en almenn umgengni um svæðið er ekki góð og í umhverfisviku verður áhersla lögð á hreinsun svæðisins. Athuga á með að mála gáma aftur og þökin fá þá sömu meðferð, gámum á að fjölga á svæðinu og sveitarstjóra falið að fara í þá vinnu. Gróðursetja á í mön á bakvið gámana í sumar.

 

Samþykkt

     

3.

Útiskóli að sumri fyrir börn - 2102006

 

Drög að dagskrá sumarsins lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar. Fjölbreytt námskeið verða í boði í sumar fyrir krakka í sumar.

 

Samþykkt

     

4.

Matjurtargarðar til leigu að sumri - 2005002

 

Ákveðið var á síðasta fundi nefndarinnar að auglýsa matjurtargarða fyrir íbúa til afnota.

 

Auglýst verður eftir áhugasömum íbúum til að nýta sér matjurtargarða í þessari viku og gert ráð fyrir að pláss verði tekið frá fyrir skólagarða.

 

Samþykkt

     

5.

Aðgerðir Svalbarðsstrandarhrepps til viðspyrnu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf - 2003015

 

Tölur um atvinnuþátttöku í Svalbarðsstrandarhreppi lagðar fram til kynningar. Farið yfir tækifæri nemenda á sumarstörfum.

 

Sótt var um styrk vegna ráðningar námsmanna. Sveitarfélagið fékk úthlutað einu starfi sem er ekki nægilegt miðað við eftirspurn eftir störfum hjá hreppnum. Sótt hefur verið um fleiri störf til handa námsmönnum.
Atvinnuleysistölur kynntar, miðað við fyrri ár er tvöfalt fleiri á atvinnuleysisskrá fyrstu mánuði ársins 2021.

 

Samþykkt

     

6.

AUTO ehf. Hreinsun svæðis - 2007002

 

Farið yfir stöðu mála, hreinsun og frágang við skemmu AUTO ehf.

 

Sveitarfélagið fékk úrskurð um að fara í hreinsun á svæðinu. Fundur var með fulltrúa AUTO ehf. þar sem farið var yfir næstu skref. Samkomulag við landeiganda verður lagt fyrir sveitarstjórn og unnið eftir því næstu vikur.

 

Samþykkt

     

7.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Hugmyndir að legu stígs kynntar og næstu skref.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt

     

8.

Vinnuskóli 2021 - 2102004

 

Flokksstjórar eru komnir til starfa og byrjaðir að hreinsa til á útisvæðum. Nemendur hafa umsóknarfrest til 12. maí og hefja þau vinnu 8. júní.

 

Flokksstjórar eru komnir til starfa og eru byrjaðir á að undirbúa sumarið og vinna þau verkefni sem beðið hafa. Nemendur geta enn sótt um og fyrsti dagur vinnuskólans er 8. júní sem hefst á kynningu. Gert er ráð fyrir námskeiðahaldi og kynningu frá stéttarfélögum fyrstu daga vinnuskólans og nefndin leggur til að leitað verði til Vinnueftirlitsins með námskeið. Nefndin leggur áherslu á að sinnt sé upplýsingagjöf um árangur starfsmanna sé heitið Vinnuskóli áfram við lýði og að námskeiðahald endurspegli að um skóla sé að ræða.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.