Umhverfis & Atvinnumálanefnd

21. fundur 21. september 2021

Fundargerð

  1. 21. fundurumhverfisnefndarSvalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn september 2021 kl. 20:00.

Fundinn sátu:Elísabet Ásgrímsdóttir, Eva Sandra Bentsdóttir, og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Einnig Guðmundur Emilsson, 1. varamaður

Dagskrá:

1.  

Áhaldahús Svalbarðsstrandarhrepps - 2109006

 

Málsaðili sendi erindi til sveitarstjórnar og umhverfis- og atvinnumálanefndar þar sem óskað er eftir aðstöðu til leigu í Áhaldahúsi hreppsins til atvinnuuppbyggingar.

 

Bréf sem sent var nefndinni er lagt fram til kynningar. Guðmundur vék af fundi undir þessum lið. Málið var rætt í sveitarstjórn á fundi nr. 75 mánudaginn 20.09.2021. Umhverfis- og atvinnumálanefnd fagnar þvi að sveitarstjórn hafi tekið vel í þessa hugmynd. Mikilvægt er að stutt sé við atvinnuuppbyggingu á svæðinu og fjölbreytni starfa aukist.

 

Samþykkt

 

 

2.  

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Farið yfir stöðu mála eftir að hlið var sett á gámasvæði á Svalbarðseyri og myndavélakerfi lagfært.

 

Farið yfir tölur frá skrifstofustjóra um losun og flokkun á gámasvæðinu. Miðað við tölur um losun og flokkun á gámasvæði hefur kostnaður sveitarfélagsins minnkað fyrstu 8 mánuði ársins. Tvennt gæti verið orsök þessa, annars vegar aukin flokkun meðal íbúa og hins vegar aðgangsstýring að gámasvæði. Nefndin bendir á að finna má leiðbeiningar um flokkun og meðhöndlun sorps á heimasíðu hreppsins og á síðu TERRA. Íbúum er bent á að senda ábendingar um það sem betur má fara á postur@svalbardsstrond.is

 

Samþykkt

 

 

3.  

Útiskóli að sumri fyrir börn - 2102006

 

Í sumar var rekinn útiskóli fyrir börn. Farið yfir þátttöku og rekstur.

 

Ánægja var með þau námskeið sem boðið var uppá þetta sumarið. Námskeið sem heimamenn héldu utanum voru betur sótt en aðkeypt námskeið. Nefndin hvetur til þess að haldið verði áfram með þetta góða samstarfsverkefni Æskunnar og Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Samþykkt

 

 

4.  

Vinnuskóli 2021 - 2102004

 

Farið yfir sumarið

 

Verkefni voru fjölbreytt og góður hópur sem vann í Vinnuskólanum í sumar. Nefndin þakkar starfsmönnum og flokksstjórum fyrir góð störf og gott sumar. Flokksstjórar eru að vinna umsagnir sem sendar verða til starfsmanna Vinnuskóla.

 

Samþykkt

 

 

5.  

AUTO ehf. Hreinsun svæðis - 2007002

 

Farið yfir stöðu mála.

 

Farið yfir bókun sveitarstjórnar frá 20.09.2021.

 

Samþykkt

 

 

6.  

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Sveitarstjórn hefur gengið frá samningum við Skógræktarfélag Eyfirðinga og landeigendur. Farið yfir næstu skref.

 

Farið yfir næstu skref við lagningu veitulagna og stígs frá Vaðlaheiðargöngum og að Skógarböðum.

 

Samþykkt

 

 

7.  

Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011

 

Komið er að endurskoðun stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum.

 

Endurskoðun umhverfisstefnu verður unnin samhliða loftlagsstefnu og þær settar fram sem ein stefna. Málinu frestað til næsta fundar.

 

Samþykkt

 

 

8.  

Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps - 2108007

 

Sveitarstjórn vísaði málinu til nefndarinnar

 

Farið yfir umhverfisstefnur annarra sveitarfélaga. Nefndin frestar málinu til næsta fundar og felur sveitarstjóra og formanni að draga fram þær áherslur sem nefndin fór yfir á fundinum.

 

Samþykkt

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.

 

 

Elísabet Ásgrímsdóttir

 

Eva Sandra Bentsdóttir