Umhverfis & Atvinnumálanefnd

22. fundur 09. nóvember 2021 kl. 18:15 - 20:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Harpa Barkardóttir
  • Eva Sandra Bentsdóttir
Starfsmenn
  • Björg erlingsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Fundargerð

  1. 22. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 9. nóvember 2021 18:15.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Harpa Barkardóttir, Eva Sandra Bentsdóttir og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Fjárhagsáæltun 2022 og fjögurra ára áætlun - 2108008

 

Farið yfir áhersluverkefni Umhverfis- og atvinnumálanefndar fyrir árið 2022

 

Áhersluverkefni umhverfis- og atvinnumálanefndar eru helst: opinn fundur með Votlendissjóði og Skógrækt ríkisins, eyðing kerfils, uppbygging göngustíga á Svalbarðseyri og í Vaðlareit, gámasvæði (umgengni og nýting) og frágangur áningastaða á gönguleiðum. Umhverfis- og atvinnumálanefnd mun boða til íbúafunda ef aðstæður leyfa þar sem til umræðu verður sorp og sorphirða, umhverfismál og uppgræðsla lands og önnur fræðsla. Umhverfisvika verður með sama fyrirkomulagi og þetta ár, með fjölda viðburða og fyrirlestra. Auglýst verður eftir tilnefningum vegna umhverfisverðlauna í flokki rekstraraðila og heimila. Kosning verður á netinu og verðlaun afhent á þorrablóti 2022.

 

Samþykkt

 

   

2.

Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps - 2108007

 

Umræður um loftlagsstefnu og endurskoðun umhverfisstefnu

 

Formanni og sveitarstjóra falið að vinna að uppkasti að loftlagsstefnu sem tengd verður umhverfisstefnu sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

3.

Göngu- og hjólastígur framkvæmd - 2109005

 

Farið yfir framkvæmdir vegna göngu- og hjólastígs

 

Göngu og hjólastígur, farið yfir stöðu framkvæmda. Verið er að skila umsóknum í sjóði SSNE og Uppbyggingarsjóð ferðamannastaða.

 

Samþykkt

 

   

4.

AUTO ehf. Hreinsun svæðis - 2007002

 

Hreinsun svæðis AUTO er hafin. Farið yfir framkvæmd verksins.

 

Hafist hefur verið handa við hreinsun á svæðinu og viðbúið að sú vinna komi til með að standa næstu vikur.

 

Samþykkt

 

   

5.

Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi - 2110012

 

Skýrsla lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.