Umhverfis & Atvinnumálanefnd

23. fundur 15. febrúar 2022 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Harpa Barkardóttir
  • Eva Sandra Bentsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri

 

Fundargerð

  1. 23. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 15. febrúar 2022 13:00.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Harpa Barkardóttir, Eva Sandra Bentsdóttir og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Umhverfisviðurkenning 2021 - 2202009

 

Farið yfir tilnefningar til Umhverfisverðlauna 2021

 

Nefndin þakkar fyrir þær tilnefningar sem bárust nú þegar veitt verða umhverfisviðurkenningar í fyrsta skipti.

Í flokki heimila hlutu eftirtaldir tilnefningu: Fossbrekka, Meðalheimur, Svalbarð og Þórisstaðir.

Í flokki rekstraraðila hlutu eftirtaldir tilnefningu: Grænegg, Hotel Natur, Kjarnafæði, Meðalheimur og Svalbarð.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd veitir ábúendum Meðalheims umhverfisviðurkenningu ársins 2021 í flokki heimila. Mikið hefur verið unnið í lagfæringum á íbúðarhúsi og allt umhverfi snyrtilegt og til fyrirmyndar.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd veitir rekstraraðilum Hotel Natur umhverfisviðurkenningu ársins 2021 í flokki rekstraraðila. Unnið hefur verið að metnaði að endurnýtingu og sést metnaður rekstraraðila fyrir snyrtilegu umhverfi glöggt. Ljóst er að staðarhaldarar skipuleggja vel meðferð úrgangs og nýta hverja þjöl sem til fellur.

 

Samþykkt

 

   

2.

Umhverfisdagur 2022 - 2202010

 

Tillaga að skipulagi umhverfisdags/viku 2022 lögð fram

 

Farið yfir dagskrá Umhverfisviku 2022. Umhverfisvika verður 17. - 24. maí.

 

Samþykkt

 

   

3.

Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps - 2108007

 

Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps

 

Farið yfir verkefnið. Gert er ráð fyrir að haldinn verði vinnufundur 28. febrúar kl. 14:00

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.

 

 

Elísabet Ásgrímsdóttir

 

Harpa Barkardóttir

Eva Sandra Bentsdóttir