Umhverfis & Atvinnumálanefnd

26. fundur 18. október 2022 kl. 15:00 - 16:35 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Már Þórhallsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Fjárhagsáætlun 2023-2026 - 2208014

 

Áherslur umhverfis- og atvinnumálanefndar kynntar á forgangsröðun verkefna í framkvæmdarhluta fjárhagsáætlunar 2023-26.

 

Farið yfir fyrirliggjandi verkefni og þeim forgangsraðað. Umhverfis- og atvinnumálanefnd telur brýnast að haldið verði áfram með vinnu við að fjarlægja bílhræ í sveitarfélaginu.

 

Samþykkt

 

   

2.

Sorphirða - 2210004

 

Framtíðarhugmyndir varðandi framtíð sorphirðu og gámasvæðis í takt við lagabreytingar sem taka gildi 1. jan 2023 settar fram.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd leggur áherslu á að Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps takmarki aðgengi að gámasvæðinu á Svalbarðseyri með því að klára girðingu umhverfis gámasvæðis. Jafnframt verður tilgreindur fastur opnunartími með starfsmanni. Breytingarnar yrðu í takt við lög sem taka gildi 1.janúar 2023.

Nefndin hefur unnið tillögur varðandi framtíð sorpmála í takt við þær breytingar sem boðaðar eru í lögunum.

 

Samþykkt

 

   

3.

Umhverfisviðurkenning 2021 - 2202009

 

Drög að nýjum verðlaunarskjöld lögð fram til kynningar.

 

Fullnaðarhönnun er lokið á umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps. Jafnframt samþykkir Umhverfis- og atvinnumálanefnd að auglýsa eftir rökstuddum tilnefningum til umhverfisverðlauna Svalbarðsstrandarhrepps árið 2022. Skrifstofustjóra falið að sjá um að setja auglýsingu í loftið.

 

Samþykkt

 

   

4.

Ársfundur náttúruverndanefnda 2022 - 2210003

 

Ársfundur náttúruverndanefnda 2022 er haldinn 10. nóv næstkomandi. Hægt verður að nálgast fundinn með streymi. Efni fundarins kynnt fyrir fundargesti.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35.