Umhverfis & Atvinnumálanefnd

28. fundur 18. janúar 2023 kl. 13:45 - 15:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Már Þórhallsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Umhverfisviðurkenning Svalbarðsstrandarhrepps - 2301002

 

Tilnefningar hafa borist til nefndarinnar til umhverfisverðlauna 2022 í Svalbarðsstrandarhreppi. Farið hefur verið yfir þær og sigurvegarar tilkynntir.

 

Margar frábærar tilnefningar bárust til nefndarinnar og var niðurstaðan eftirfarandi:

Í flokki heimila hefur nefndin valið Smáratún 1.
Í flokki rekstraraðila hefur nefndin valið Hárið 1908.

Umhverfisnefndin mun hafa samband við verðlaunahafa og afhenda verðlaunin við fyrsta tækifæri. Stefnt er að því að afhenda umhverfisviðurkenningu 2023 í september næstkomandi.

 

Samþykkt

 

   

2.

Sorphirða - 2210004

 

Skrifstofustjóri fer yfir kostnað við Sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi árið 2022. Farið verður yfir þær framkvæmdir/breytingar sem stendur til að fara í á sorphirðu á árinu 2023.

 

Farið var yfir kostnaðartölur sorphirðu á árinu 2022.

Heildarmagn úrgangs minnkaði úr 410 tonnum í 324 tonn sem skilaði því að kostnaður málaflokksins fór úr 21,3 milljónum í 19,4 milljónir. Einnig sýna tölur fram á aukna flokkun íbúa sem skilar sér í minni kostnaði í kjölfarið. Þrátt fyrir jákvæða þróun er enn margt sem hægt er að gera til að bæta sorphirðu Svalbarðsstrandarhrepps. Einnig munu breytingar á sorphirðu verða kynntar í ár vegna aukinnar kröfa á sveitarfélög tengd sorphirðu með nýrri löggjöf sem tók gildi um áramótin.

Í kjölfarið mun umhverfis- og atvinnumálanefnd útbúa drög að nýjum sorphirðureglum og gjaldskrá.

 

Samþykkt

 

   

3.

Samráðsfundur um atvinnumál - 2301003

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps stóð fyrir samráðsfundi þar sem íbúum sveitarfélagsins var boðið að koma og ræða við nefndina eða aðra íbúa um tækifæri til að auka atvinnufjölbreytni innan sveitarfélagsins.

Farið yfir umræðu fundarins og hvað má nota úr þeim umræðum sem fóru fram á fundinum.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd þakkar þeim sem mættu og tóku þátt í að skapa líflegar umræður um tækifæri innan Svalbarðsstrandarhrepps.

Nefndin mun nota þessar tillögur við áframhaldandi vinnu.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.