Umhverfis & Atvinnumálanefnd

29. fundur 08. mars 2023 kl. 15:00 - 17:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Már Þórhallsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Atvinnuhúsnæði - 2303004

 

Í desember 2022 kom skýrt fram í umræðum sem Umhverfis- og atvinnumálanefnd stóð fyrir að mikil eftirspurn væri eftir atvinnu tengdu húsnæði. Ákveðið hver næstu skref verða til að greina stöðuna nánar og kortlegga vannýtt tækifæri innan sveitarinnar.

 

Til að kortleggja þörf á húsnæði felur umhverfisnefnd Andra Þórhallsson fulltrúa að útbúa könnun sem send verður út til íbúa og auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

2.

Vinnuskóli 2023 - 2303002

 

Farið yfir starfsemi vinnuskólans á Svalbarðseyri og hverju þarf að huga að fyrir sumarið 2023.

 

Farið yfir komandi sumar fyrir vinnuskólann. Ljóst er að flokkstjórar síðustu ára munu ekki halda áfram. Sumarstörf verða auglýst á næstunni.

 

Samþykkt

 

   

3.

Umhverfisdagur 2023 - 2303003

 

Dagsetning fyrir vorhreinsun Svalbarðsstrandarhrepps ákveðin og farið yfir drög að dagskrá fyrir umhverfisvikuna í aðdraganda hreinsuninnar.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd stefnir á að halda umvherfisdaginn 13. maí. Dagskrá og viðburðir í aðdraganda dagsins auglýst þegar nær dregur.

 

Samþykkt

 

   

4.

Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE - 2302002

 

Nýlega samþykkti sveitarstjórn Svalbarðsstranfarhrepps boð um að taka þátt Grænum Skrefum SSNE. Fannar Freyr skrifstofustjóri kynnir verkefnið.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Sorphirða - 2210004

 

Farið yfir stöðu mála í sorphirðu og sorpförgun í sveitarfélaginu

 

Búið er að loka gámasvæðinu. Skrifstofustjóra falið að koma auglýstum opnunartíma fyrir á sýnilegri hátt á heimasíðu.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.