Umhverfis & Atvinnumálanefnd

30. fundur 26. apríl 2023 kl. 13:45 - 15:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Már Þórhallsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Umhverfisdagur 2023 - 2303003

 

Dagskrá fyrir Umhverfisdaginn staðfest.

 

Dagskrá ákveðin.

08. maí Fræðsluerindi í Valsárskóla kl. 17:00-18:00.
11. maí Þjóðvegahreinsun Vaðlareitur-Vaðlaheiðargöng kl. 16:30-18:30.
13. maí Þjóðvegahreinsun Vaðlaheiðargöng-Garðsvík kl. 10:00-12:00.

 

Samþykkt

 

   

2.

Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE - 2302002

 

Skrifstofustjóri kynnir hvaða skrefum við höfum náð og hvað þurfi til þess að klára fyrsta skref af fimm í þessu verkefni.

 

Skrifstofustjóri kynnti þær 35 aðgerðir sem þarf að fullnægja skrefi 1 af 5 í verkefninu Grænum skrefum. 15 skref af þeim 35 uppfyllir Svalbarðsstrandarhreppur nú þegar og stefnt er því að klára innleiðingu annarra markmiða haustið 2023.

 

Samþykkt

 

   

3.

Atvinnuhúsnæði - 2303004

 

Andri Már Þórhallsson kynnir spurningar sem bornar verða fram í könnun um þörf húsnæðis í Svalbarðsstrandarhreppi

 

Könnunin lögð fram til kynningar og samþykkt að setja hana í dreifingu. Könnunin verður auglýst á heimasíðu og samfélagsmiðlum Svalbarðsstrandarhrepps og verður aðgengileg til 19. maí næstkomandi.

 

Samþykkt

 

   

4.

Sorphirða - 2210004

 

Nokkrar útgáfur af gjaldskrám kynntar fyrir nefndinni vegna breytinga sem munu verða vegna Borgað þegar hent er kerfisins.

 

Hugmyndir ræddar að breytingum sem verða gerðar á gjaldskrá sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi 2024. Skrifstofustjóra falið að útbúa drög að gjaldskrá út frá hugmyndum nefndarinnar sem kynnt verður fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2024.

 

Samþykkt

 

   

5.

Loftlagsdagurinn 2023 - 2304004

 

Loftlagsdagurinn 2023 verður haldinn 4. maí næstkomandi lagt fram til kynningar.

 

Loftlagsdagurinn verður haldinn í Hörpu 4. maí næstkomandi. Að því tilefni verður beint streymi í Ráðhúsinu frá fyrirlestrum sem fluttir verða í Hörpu í tilefni dagsins. Dagskrá hefst klukkan 10:00 og stendur til 15:00. Hægt verður að fylgjast með erindum í fundarherbergi ráðhússins og verður dagskrá auglýst á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.