Umhverfis & Atvinnumálanefnd

31. fundur 19. júní 2023 kl. 09:00 - 12:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Már Þórhallsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Umhverfisdagur 2023 - 2303003

 

Farið yfir Umhverfisdaginn sem haldinn var 13. maí síðastliðinn.

 

Umhverfisdagurinn gekk vel og var Þjóðvegur 1 ásamt Veigastaðaveg genginn og rusl hreinsað meðfram veginum 13. maí síðastliðinn. Kringum 20 manns mættu og stóðu sig frábærlega í hreinsunninni. Íbúar og landeigendur eru hvattir til að halda sínu landi hreinu allan ársins hring.

Umhverfis- og atvinnumálanefndin þakkar þeim sem mættu kærlega fyrir að koma og búa til frábæra stemningu bæði í ruslatínslunni og grillveislunni eftir á.

 

Samþykkt

 

   

2.

Atvinnuhúsnæði - 2303004

 

Niðurstöður kynntar úr könnun sem Umhverfis- og atvinnumálanefnd stóð fyrir í maí 2023

 

Andri Þórhallsson kynnti niðurstöður könnunar um atvinnuhúsnæði fyrir nefndina. Niðurstöður benda til þess að það sárvanti lóðir/bil/íbúðar-og atvinnuhúsnæði í Svalbarðsstrandarhreppi. Umhverfis- og atvinnumálanefnd leggur til að niðurstöður þessarar könnunar verði hafðar til viðmiðunar í komandi skipulagsvinnu. Nefndin vill benda á að 43% svarenda myndi nýta húsnæðið undir rekstur og því æskilegt að hluti húsnæðis henti til slíks.

 

Samþykkt

 

   

3.

Fjárhagsáætlun 2024 - 2306007

 

Farið yfir gjaldskrá og verkefni fyrir fjárhagsáætlun 2024.

 

Lagt fram til kynningar.

Farið yfir fjárhagsáætlunarvinnu sem hefst í haust.

 

Samþykkt

 

   

4.

Landnýting við Tungutjörn - 2306006

 

Erindi frá Hörpu Barkardóttur um framtíðar nýtingu Tungutjarnar

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd þakkar kærlega fyrir innsent erindi og tekur undir með Hörpu um þá hugmynd að efla fræðslu og kynningu um vistkerfi Tungutjarnar. Umhverfis- og atvinnumálanefnd skorar á sveitarstjórn að breyta ákvæði Aðalskipulags í samræmi við ábendingar Hörpu.

 

Samþykkt

 

   

5.

Áskorun umhverfis-og atvinnumálanefndar - 2306008

 

Í ljósi umræðu um flokkun í fjölmiðlum langar umhverfis- og atvinnumálanefnd að koma fram með eftirfarandi áskorun.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd skorar á sveitarstjórn að bregðast við sláandi fréttum um förgun drykkjarumbúða og fá með sér aðildafélög SSNE til þess að þrýsta á endurvinnsluaðila að auka gagnsæi í endurvinnsluferlinu og endurheimta traust íbúa.

 

Samþykkt

 

   

6.

Umhverfisviðurkenning Svalbarðsstrandarhrepps - 2301002

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd vill minna íbúa á að umhverfisviðurkenning 2023 verður afhent næsta haust. Nefndin hvetur íbúa að hafa augun opin fyrir því sem fegrar nærumhverfið og senda inn tilnefningar til nefndarinnar.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00.