Umhverfis & Atvinnumálanefnd

32. fundur 13. september 2023 kl. 15:00 - 17:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Inga ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Ingþór Björnsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Fundargerð

  1. 32. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 13. september 2023 15:00.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir, Andri Már Þórhallsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ingþór Björnsson og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Verkefni SSNE veturinn 2023-24 - 2309006

 

Kristín Helga og Smári frá SSNE fræða Umhverfisnefnd - og atvinnumálanefnd hvað sé framundan á komandi starfsári SSNE

 

Kristín Helga Schiöth mætti á fundinn fyrir hönd SSNE til að kynna þau verkefni sem er í gangi hjá samtökunum í vetur.

 

Samþykkt

 

   

2.

Fjárhagsáætlun 2024-2027 - 2309003

 

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027. Drög að gjaldskrá vegna sorphirðu lögð fram til kynningar.

 

Vinna að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 er hafin. Farið yfir gjaldaliði umhverfis og atvinnumála 2023 og drög að gjaldskrá í sorphirðu sem er tekur mið af "borgað þegar hent er".

Búinn til listi af verkefnum sem eiga heima í áætlun 2024 og inn á þriggja ára áætlun 2025-2027.

 

Samþykkt

 

   

3.

Öryggismál við Grenivíkurveg - 2309007

 

Hættuástand sem myndast hefur við Grenivíkurveg í sumar nálægt Vaðlaheiðargöngum tekið til umræðu.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af aðstæðum sem hafa skapast við Grenivíkurveg vegna aukinnar aðsóknar í mengað affallsvatn úr Vaðlaheiðargöngum. Nefndin vill hvetja þær stofnanir sem þetta mál snertir að koma í veg fyrir hættu sem skapast þarna sem og að upplýsa hvers lags vatn það er sem baðgestir eru að sækja í.

 

Samþykkt

 

   

4.

Umhverfisviðurkenning Svalbarðsstrandarhrepps - 2301002

 

Farið yfir tilnefningar til Umhverfisverðlauna 2023.

 

Lokað hefur verið fyrir tilnefningar til Umhverfisviðurkenningar Svalbarðsstrandarhrepps 2023 og barst fjöldi tilnefninga inn til nefndarinnar.

Í flokki fyrirtækja/stofnana hefur nefndin valið Safnasafnið og í flokki heimila hefur nefndin valið Fossbrekku.

Nefndin óskar hlutaðeigandi innilega til hamingju. Stefnt er að afhendingu viðurkenninga síðar í mánuðinum.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.