Dagskrá:
1. |
Endurskoðun á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2022 - 2210006 |
|
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 30. janúar 2024 að vísa skipulagslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 í kynningu samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Umhverfis- og atvinnumálanefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Erindi til umhverfis- og atvinnumálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps - 2402005 |
|
Erindi sent til umhverfisnefndar frá Æskunni og Kvenfélagi Svalbarðsstrandarhrepps. Erindið snertir framtíðarsýn Reitssins og umhirðu hans. |
||
Umhverfis- og atvinnumálanefnd tekur vel í erindi Æskunnar og kvenfélagsins og telur mikilvægt að móta framtíðarsýn í kringum Reitinn sem styrkir stöðu svæðisins sem eitt af megin útivistarsvæðum sveitarfélagssins. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að gera samning við félögin um notkun og umhirðu svæðisins þar sem græn svæði hafa þekktan lýðheilsulegan ávinning. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Umhverfisdagur 2024 - 2402006 |
|
Drög að dagskrá og dagsetningu umhverfisdags Svalbarðsstrandarhepps 2024 ákveðin. |
||
Umhverfis og atvinnumálanefnd leggur til að umhverfisdagur Svalbarðsstrandarhrepps verði laugardaginn 4. maí næstkomandi kl. 10:00. Jafnframt er áætlað fræðsluerindi tengt umhverfisvakningu í vikunni á undan. Nánari dagskrá auglýst síðar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE - 2302002 |
|
Farið yfir stöðu mála í verkefninu Græn skref sem skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps tekur þátt í. |
||
Skrifstofustjóri fór yfir hvað er að gerast í verkefninu græn skref. Skrifstofan mun sitja námskeið í loftlagsbókhaldi 28. febrúar næstkomandi og í kjölfarið hefja skráningu slíks bókhalds samhliða almennu bókhaldi. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Sorphirða - 2210004 |
|
Farið yfir sorphirðutölur 2023 og plön sem tengjast sorphirðu 2024. |
||
Skrifstofustjóri fór yfir kostnað sorphirðu og magntölur sorps fyrir árið 2023. Sorphirðugjöld námu um 69 % af kostnaði við sorphreinsun og gámastöðvar sem er hækkun úr 60 % frá árinu 2022. Úrvinnslusjóður byrjaði að greiða beint til sveitarfélagsins vegna flokkunar á plasti og pappa og því mjög mikilvægt að flokka þessar tvær afurðir úr almennu sorpi upp á fjárhagslegan ávinning fyrir sveitarfélagið. Gjaldskrárbreytingar sem verða á sorphirðugjöldum 2024 eru fyrsta skrefið í átt að því að íbúar eigi möguleika á fjárhagslegum ávinningi með meiri flokkun og minni neyslu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Earth hour - 2402007 |
|
Markmið viðburðarins er að vekja jarðarbúa til umhugsunar um loftslagsbreytingar sem eiga sér stað í heiminum með því að slökkva á rafmagnsljósum í klukkustund. Rætt um möguleika á þátttöku sveitarfélagsins með því að slökkva á ljósastaurum og hvetja íbúa til þátttöku. |
||
Umhverfis- og atvinnumálanefnd hvetur íbúa Svalbarðsstrandarhrepps að taka þátt í Jarðarstund (Earth hour) laugardaginn 23. mars með því að slökkva rafmagnsljós milli 20:30-21:30 og njóta útsýnisins sem myndast. Skrifstofustjóra falið að kanna möguleika sveitarfélagsins til að taka þátt í þessum viðburði. |
||
Samþykkt |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.