Dagskrá:
1. |
Vinnuskóli 2024 - 2404013 |
|
Farið yfir stöðu vinnuskólans fyrir sumarið 2024. |
||
Búið er að klára að ráða í stöðu flokkstjóra vinnaskóla Svalbarðsstrandarhrepps fyrir sumarið 2024. Katrín Podlech og Jóhanna Þorgilsdóttir hafa báðar starfað með krökkum og unglingum á vegum Svalbarðsstrandarhrepps. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Umhverfisdagur 2024 - 2402006 |
|
Farið yfir skipulag dagsins. |
||
Umhverfisdagur svalbarðsstrandarhrepps verður haldinn laugardaginn 4. maí klukkan 10:00. Dagurinn verður með venjubundnu sniði þar sem fólk dreifist meðfram þjóðveginum til að hreinsa í kringum hann innan sveitarfélagsmarka. Að lokinni ruslatínslu verður grillað ofan í mannskapinn á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Stóri Plokkdagurinn 2024 - 2404015 |
|
Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Styrktarsjóður EBÍ 2024 - 2404014 |
|
Styrktarsjóður EBÍ var stofnaður árið 1996 og er tilgangur sjóðsins að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum EBÍ. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Sorphirða - 2210004 |
|
Farið yfir sorphirðumál í upphafi árs og hvernig framhaldið verður í sumar |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Samþykkt |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.