Umhverfis & Atvinnumálanefnd

35. fundur 23. apríl 2024 kl. 13:45 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Már Þórhallsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Vinnuskóli 2024 - 2404013

 

Farið yfir stöðu vinnuskólans fyrir sumarið 2024.

 

Búið er að klára að ráða í stöðu flokkstjóra vinnaskóla Svalbarðsstrandarhrepps fyrir sumarið 2024. Katrín Podlech og Jóhanna Þorgilsdóttir hafa báðar starfað með krökkum og unglingum á vegum Svalbarðsstrandarhrepps.

Krökkum fæddir 2008-2011 (fjöldi 22) með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi stendur til boða að sækja vinnuskólann frá skólalokum fram í miðjan ágúst.

 

Samþykkt

 

   

2.

Umhverfisdagur 2024 - 2402006

 

Farið yfir skipulag dagsins.

 

Umhverfisdagur svalbarðsstrandarhrepps verður haldinn laugardaginn 4. maí klukkan 10:00. Dagurinn verður með venjubundnu sniði þar sem fólk dreifist meðfram þjóðveginum til að hreinsa í kringum hann innan sveitarfélagsmarka. Að lokinni ruslatínslu verður grillað ofan í mannskapinn á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps.

Umhverfisnefnd stefnir á að halda fræðsluerindi í kringum umhverfisdaginn. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.

 

Samþykkt

 

   

3.

Stóri Plokkdagurinn 2024 - 2404015

 

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi.

 

Lagt fram til kynningar.

Stóri plokkdagurinn kallast á við það sem Svalbarðsstrandarhreppur hefur gert á umhverfisdeginum í áraraðir. Skrifstofustjóra falið að kanna hvort hægt sé að tengju umhverfisdaginn við stóra plokkdaginn formlega.

 

Samþykkt

 

   

4.

Styrktarsjóður EBÍ 2024 - 2404014

 

Styrktarsjóður EBÍ var stofnaður árið 1996 og er tilgangur sjóðsins að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum EBÍ.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Sorphirða - 2210004

 

Farið yfir sorphirðumál í upphafi árs og hvernig framhaldið verður í sumar

 

Lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.