Umhverfis & Atvinnumálanefnd

36. fundur 29. maí 2024 kl. 13:30 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Þórhallson
Fundargerð ritaði: Elísabet Ásgrímsdóttir Formaður umhverfis- og atvinnumálanefndar

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2402006 - Umhverfisdagur 2024

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd fór yfir hvernig til tókst með umhverfisdaga 2024.

 

Umhverfisdagar í maí tókust almennt vel, boðið var upp á nokkra viðburði tengda umhverfi og náttúru sem tókust allir vel og voru nokkuð vel sóttir. Boðið var upp á smíði gróðurkassa, og heimsókn í Matjurtagarða Akureyrar. Ruslatínsla meðfram Grenivíkurvegi var á sínum stað auk fræðsluerindis um fuglalífið við Tungutjörn og mikilvægi hettumáfsins í lífríkinu.

 

   

2.

2405010 - Fuglaskoðunar við tungutjörn

 

Farið yfir hugmyndir að samstarfsverkefni um að reisa fuglaskoðunarhús og auka fræðslu í námunda við Tungutjörn.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd hvetur til þess að leitað verði að samstarfsaðilum til að koma upp fuglaskoðunarhúsi og fræðsluskilti við Tungutjörn. Slíkt myndi þjóna margvíslegum tilgangi. t.d. fyrir nemendur skólanna, fuglaáhugafólk og gesti og íbúa sveitarfélagins.

 

   

3.

2301002 – Umhverfisviðurkenning Svalbarðsstrandarhrepps

 

Umhverfisviðukenning Svalbarðstrandarhrepps árið 2024 verður afhent í september næstkomandi.

 

Auglýsing vegna umhverfisviðurkenninga verður sett á miðla sveitarfélagsins í ágúst.

 

   

4.

2210004 - Sorphirða

 

Farið yfir niðurstöður Sævars Freys Sigurðssonar vegna þarfagreiningar á sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd fór yfir niðurstöður þarfagreiningar í sorphirðu.

 

   

5.

2209006 - Atvinnumál í sveitarfélaginu.

 

Farið yfir möguleika íbúa til nýsköpunar og leiðir til vinna úr hugmyndum.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd stefnir á að halda fund til að kynna frumkvöðla og nýsköpunarstarfsemi á svæðinu í haust.

 

Fundi slitið kl 15:30 Fundinn sátu allir aðalmenn.