Sumarnámskeið 2022

Sumarnámskeið 2022

 

Skátanámskeið I og II

Bryndís ofurskáti mætir aftur og kennir krökkunum spjara sig í harðri náttúru Svalbarðseyrar. Námskeiðið fer fram úti og því mikilvægt að klæða sig eftir veðri.

  • Aldur 7-13 ára
  • Skátanámskeið I      14.-16. júní
  • Skátanámskeið II     25.-27 júlí
  • Tími: 13:00-16:00
  • Staður: Valsárskóli
  • Verð: 8.000 kr.
  • Umsjónarmaður: Bryndís Hafþórsdóttir

SKRÁNING Á SKÁTANÁMSKEIÐ

Íþróttanámskeið Æskunnar

Námskeið á vegum Ungmennafélagsins ÆSKUNNAR þar sem krakkar á aldrinum 7 – 13 ára koma saman í leik, fræðast um íþróttir og fá að prófa ýmsar greinar. 

  • Aldur 7-13 ára
  • Dagsetning:  21.-23. júní
  • Tími: 10:00-13:00
  • Staður: Æskuvöllur
  • Verð: 8.000 kr.
  • Umsjónarmaður: Jóhanna Þorgilsdóttir

SKRÁNING Á ÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ ÆSKUNNAR (Aflýst)

 

Smíðanámskeið og veiði

Hann Gísli okkar ætlar að vera með smíðanámskeið fyrir krakka á aldrinum 7 – 13 ára þar sem farið verður í hin ýmsu verkefni sem snúa að viðhaldi og smíðum.

Auk þess að smíða verður farið í veiðiferð þar sem rennt verður fyrir silungi  eða hverju sem kann að bíta á.

  • Aldur 7-13 ára
  • Dagsetning: 3.-5. ágúst 
  • Tími: 13:00-16:00
  • Staður: Valsárskóli
  • Verð: 8.000 kr.
  • Umsjónarmaður: Gísli Arnarsson


SKRÁNING Á SMÍÐANÁMSKEIÐ

 

Sumarsirkus Húlladúllunar og Húllahringjasmiðja

Húlladúlla mun mæta aftur með sumarsirkusinn sinn og húllahringjasmiðjuna sína.

Námslýsing:

Nemendur kynnast töfrum sirkuslistanna og spreyta sig á fjölbreyttum sirkusáhöldum og sirkusfimleikum. Í lok námskeiðsins bjóðum við fjölskyldu og vinum til sannkallaðrar sirkusveislu þar sem við leikum listir okkar og bjóðum svo gestum okkar að spreyta sig!

Við munum húlla húllahringjum, læra loftfimleika í silki, djöggla slæðum, boltum og hringjum, dansa með fimleikaborða, leika okkur að blómaprikum, kínverskum jójóum og sveiflusekkjum, læra sirkusfimleika og akró, láta eins og alvöru trúðar, vagga á veltibrettum, halda jafnvægi á töfrafjöðrum og leika kúnstir með kínverska snúningsdiska.

Áhersla er lögð á sköpunargleði, samvinnu og umhyggju fyrir félögum okkar og það að þátttakendur uppgötvi og njóti eigin styrkleika. Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði.

Húlladúllan er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu.

Sumarsirkus

  • Aldur 6+
  • Dagsetning: 8.-12. ágúst
  • Tími: 09:00-12:00 6-9 ára
    Tími 13:00-16:00 10 ára og eldri
  • Staður: Valsárskóli
  • Verð: 20.000 kr. 10% fjölskylduafsláttur
  • Umsjónarmaður: Húlladúllan Unnur Máney

 

SKRÁNING Í SUMARSIRKUS

 

Húllahringjasmiðja

  • Aldur: allir velkomnir
  • Dagsetning: 10. ágúst
  • Tími: 17:00
  • Staður: Valsárskóli
  • Verð: 2500 kr. innfalið húllahringur til að föndra.
  • Umsjónarmaður: Húlladúllan Unnur Máney

 

SKRÁNING Í HÚLLAHRINGJASMIÐJU