Jólamynd Svalbarðsstrandarhrepps

Takk fyrir aðstoðina við að velja jólalega ljósmynd fyrir Svalbarðsstrandarhrepp. Fjöldi ljósmynda barst og þátttaka í kosningu góð. Eins og sjá má á myndasýningunni sem fylgir þessari frétt voru aðeins nokkrar myndir valdar til þess að velja á milli. Niðurstaðan var ljósmynd sem hún Svala Einarsdóttir tók í trjáreit á Breiðabóli, snjórinn búinn að leggja þykka hvíta kápu yfir landið og sólin reynir að brjótast í gegnum skýin. Hér er listi yfir þær ljósmyndir sem bárust, nokkrar komu helst til seint til þess að hægt væri að kjósa um þær en fallegar eru myndirnar og sýna umhverfi okkar í sínu fínasta vetrar skrúða.