Grenndarkynning - Bygging fjórbýlishúss við Laugartún 5-7

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur ákveðið að láta fara fram grenndar­kynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna byggingar á fjórbýlishúsi við Laugartún 5-7 á Svalbarðseyri sbr. meðfylgjandi teikningu.

Stærð hússins verður 299 fm að flatarmáli með hámarkshæð að risi 7,38 m.
Húsið verður á tveimur hæðum, en heimilt verður að hafa 4 íbúðir í húsinu.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps í Ráðhús­inu á Svalbarðseyri eða í síma 464 5500 á opnunartíma skrifstofunnar, virka daga kl. 10-12 og 13-15. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið postur@svalbardsstrond.is.

Teikning - útlit
Teikning - skipulag
Teikning - Lóð