Fréttir

Kaldavatnsrof 21.06.2022 Valsárskóli, Álfaborg, sundlaug, Tjarnartún, Bakkatún og Helgafell

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir kalt vatn á hluta Svalbarðseyrar á morgunn Þriðjudag 21.06.2022 Áætlaður tími er kl. 10:00 - 15:00 eða á meðan vinna stendur yfir. Varast ber að nota heita vatnið á meðan, þar sem að það er óblandað og því mjög heitt. Á heimasíðu okkar www.no.is má sjá góð ráð við kaldavatnsrofi. Kveðja Norðurorka

Fundarboð 93. fundur 15.06.22

93. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 15. júní 2022 kl. 13:00.

Sveitarstjóri á Svalbarðsströnd

Sveitarfélagið Svalbarðsstrandarhreppur leitar að öflugum einstaklingi í starf sveitarstjóra. Leitað er að kraftmiklum, jákvæðum og drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að taka við skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Rík áhersla er á framgang nýs hverfis sem og áframhaldandi lagningu göngu- og hjólastígs um sveitarfélagið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.