Stormur í aðsigi - opinn kynningarfundur þriðjudaginn 5. september
04.09.2023
Þriðjudaginn 5. september fer fram opinn kynningarfundur á hraðlinum Startup Storm, sem Norðanátt stendur fyrir. Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi með markmiðið að skapa kraftmikið samfélag fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á svæðinu sem eru að vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.