Nú er komið að aðalfundi Kvenfélags Svalbarðsstrandar og verður hann haldinn í Valsárskóla (skálanum) nk.mánudagskvöld 13.mars húsið opnar kl 20 og fundur hefst kl 20.30.
Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir til leigu tún hreppsins úr Meðalheimslandi samkvæmt meðfylgjandi mynd.
Tún merkt nr. 402, 403, 404, 405 og 406 samtals 9,23 hektarar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps í síma 464 5500.
Öll sveitarfélög á Norðurlandi, samtals 16 sveitarfélög á svæðinu frá Stikuhálsi í vestri að Bakkaheiði í austri, vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.