Svalbarðsstrandarhreppur er stoltur styrktaraðili björgunarsveita Landsbjargar
			
					20.11.2023			
	
				Á dögunum fór fram ein stærsta fjáröflun björgunarsveita Landsbjargar, salan á neyðarkallinum. Samhliða sölunni á Neyðarkallinum selja björgunarsveitirnar fyrirtækjum stærri Neyðarkalla og ákvað Svalbarðsstrandarhreppur að styrkja björgunarsveitir landsins um einn slíkan. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.