Ungmennaþing SSNE í Reykjadal
25.10.2024
Dagana 14. og 15. október 2024 var haldið ungmennaþing SSNE í Reykjadal, þar sem 32 ungmenni komu saman. Fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps voru þær Sólrún Assa, Sædís Heba, Eyrún Dröfn og Lilja, ásamt fararstjóranum Önnu Louise Júlíusdóttur.