Dagana 14. og 15. október 2024 var haldið ungmennaþing SSNE í Reykjadal, þar sem 32 ungmenni komu saman. Fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps voru þær Sólrún Assa, Sædís Heba, Eyrún Dröfn og Lilja, ásamt fararstjóranum Önnu Louise Júlíusdóttur.
Verkefnið Öruggara Norðurlands eystra – svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra hefur verið stofnað og var fyrsti formlegi samráðsfundurinn haldinn á Húsavík miðvikudaginn 16. október.
SBE auglýsir eftir aðila í afleysingu til eins árs í 50% stöðu starfsmanns á skrifstofu. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 12. september 2024 að vísa tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Eyrarinnar á Svalbarðseyri í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Miðvikudaginn 18. september kl. 16:15 verður haldinn rafrænn kynningarfundur fyrir umsækjendur þar sem meðal annars verður farið yfir úthlutunarreglur sjóðsins.
Nemendur í 5.-6. bekk Valsárskóla hafa síðustu vikur unnið að tillögum til að senda inn vegna endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps. Þau mættu nú í morgun og afhentu skrifstofustjóra tillögurnar ásamt því að kynna hugmyndir sínar nánar.