Skógarböðin bjóða til sín eldri borgurum Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Hörgársveitar og Grýtubakkahrepps, sér að kostnaðarlausu, dagana 28.-30. október. Um er að ræða sama boð og var fyrir ári síðan nema nú stendur eldri borgurum til boða að koma frá opnun til lokunar alla þessa daga.
Dagana 14. og 15. október 2024 var haldið ungmennaþing SSNE í Reykjadal, þar sem 32 ungmenni komu saman. Fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps voru þær Sólrún Assa, Sædís Heba, Eyrún Dröfn og Lilja, ásamt fararstjóranum Önnu Louise Júlíusdóttur.
Verkefnið Öruggara Norðurlands eystra – svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra hefur verið stofnað og var fyrsti formlegi samráðsfundurinn haldinn á Húsavík miðvikudaginn 16. október.
SBE auglýsir eftir aðila í afleysingu til eins árs í 50% stöðu starfsmanns á skrifstofu. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 12. september 2024 að vísa tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Eyrarinnar á Svalbarðseyri í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.