Árið 2024 var Svalbarðsstrandarhreppi og 510 íbúum hans farsælt.
Rekstur er góður, afkoma samstæðu sveitarfélagsins jákvæð á árinu 2024. Áætlun næsta árs gerir ráð fyrir tekjuafgangi upp á 43,1 m.kr. af rekstri A-hluta og af samstæðu sveitarfélagsins (A+B) er áætlaður tekjuafgangur upp á 78,5 m.kr. Efnahagur er áfram sterkur. Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri og þjónustu sveitarfélagsins á árinu 2025.
Terra umhverfisþjónusta hefur tekið saman helstu úrgangstegundir og leiðbeiningar hvernig best er að flokka til að ná hreinum straumum frá heimilum og fyrirtækjum.
Í tilefni að opnun nýrrar félagsaðstöðu ungmennafélags Æskunnar, afhenti sveitarstjóri formanni Æskunnar gjöf frá sveitarfélaginu.
Óskum við Ungmennafélaginu til hamingju með nýtt húsnæði.