Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs, spáð er norðvestan hvassviðri eða stormi, 18-23 m/s með snjókomu og lélegu skyggni. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum. Ekkert ferðaveður. Viðvörunin tekur gildi klukkan 15 og er til klukkan 6 á laugardagsmorgun.
Miðvikudaginn 6. nóvember var undirritaður þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um að íbúum hreppsins verði veitt fullt aðgengi að safnakosti og þjónustu Amtsbókasafnsins á Akureyri.
Veðurstofan spáir sunnan stormi með hviðum sem farið geta yfir 40 m/s á morgun. Ekkert ferðaveður og nauðsynlegt er að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja foktjón.
Á dögunum fór fram ein stærsta fjáröflun björgunarsveita Landsbjargar, salan á Neyðarkallinum. Samhliða sölunni á Neyðarkallinum selja björgunarsveitirnar fyrirtækjum stærri Neyðarkalla og ákvað Svalbarðsstrandarhreppur að styrkja björgunarsveitir landsins um einn slíkan.
Skógarböðin bjóða til sín eldri borgurum Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Hörgársveitar og Grýtubakkahrepps, sér að kostnaðarlausu, dagana 28.-30. október. Um er að ræða sama boð og var fyrir ári síðan nema nú stendur eldri borgurum til boða að koma frá opnun til lokunar alla þessa daga.
Dagana 14. og 15. október 2024 var haldið ungmennaþing SSNE í Reykjadal, þar sem 32 ungmenni komu saman. Fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps voru þær Sólrún Assa, Sædís Heba, Eyrún Dröfn og Lilja, ásamt fararstjóranum Önnu Louise Júlíusdóttur.
Verkefnið Öruggara Norðurlands eystra – svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra hefur verið stofnað og var fyrsti formlegi samráðsfundurinn haldinn á Húsavík miðvikudaginn 16. október.