Fréttir

Kaldavatnsrof á Svalbarðseyri miðvikudaginn 8. maí frá kl. 9

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir KALT VATN í sundlaug, Bakkatúni, Tjarnartúni og Helgafelli, á Svalbarðseyri, miðvikudaginn 8.5.2024. Áætlaður verktími er frá kl. 9:00 og fram eftir degi eða á meðan á vinnu stendur. Varast ber að nota heita vatnið á meðan á vinnu stendur þar sem það er óblandað og kann að vera mjög heitt. Góð ráð vegna þjónusturofs má finna á heimasíðu okkar www.no.is

Frestað - Verður auglýst síðar. Rafmagnsleysi á Svalbarðseyri 07.05.2024

Frestað - Rafmagnslaust verður frá Bakkatúni, Tjarnartúni og Helgafelli á Svalbarðseyri 07.05.2024 frá kl 13:00 til kl 17:00 vegna viðhalds á dreifikerfi Rarik.

Lekaleit hitaveitu með drónum

í næstu viku munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu fyrir hönd Norðurorku. Lekaleitin fer m.a. fram á Svalbarðseyri.

Skógarböðin bjóða eldri borgurum í heimsókn

Skógarböðin bjóða eldri borgunum í Svalbarðsstrandarhreppi frítt í böðin mánudaginn 29. apríl og þriðjudaginn 30. apríl milli kl. 10-15.

Safnasafnsdagurinn í Valsárskóla

Í dag, síðasta vetrardag, var árlegur Safnasafnsdagur í Valsárskóla. Nemendur unnu í blönduðum hópum þvert á aldur við verkefnið ,,Skreytum skrjóðinn” sem fólst í því að skreyta gamlan bíl með ýmsu móti.

Fundarboð

133. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 24. apríl 2024 kl. 14:00.

Leifshús land frístundabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu

Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins, Ráðhúsinu, fimmtudaginn 2. maí nk. milli kl. 12:00 og 15:00 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar og taka við athugasemdum um tillögurnar.