Svalbarðsstrandarhreppur er stoltur styrktaraðili björgunarsveita Landsbjargar
04.11.2024
Á dögunum fór fram ein stærsta fjáröflun björgunarsveita Landsbjargar, salan á Neyðarkallinum. Samhliða sölunni á Neyðarkallinum selja björgunarsveitirnar fyrirtækjum stærri Neyðarkalla og ákvað Svalbarðsstrandarhreppur að styrkja björgunarsveitir landsins um einn slíkan.