Sunnudagurinn 21. september er síðasti sýningardagur sumarsins í Safnasafninu, það verður frítt inn á safnið frá kl. 15:00 - 17:00 og heitt á könnunni.
Svalbarðsstrandarhreppur vinnur nú að því að koma upp glæsilegu útivistarsvæði neðan Gróðurreits. Markmiðið er að skapa skemmtilegan samkomustað fyrir íbúa og gesti, þar sem allir geta notið útiveru og samveru í fallegu umhverfi.