Fréttir

Nýtt útivistarsvæði neðan Gróðurreits

Svalbarðsstrandarhreppur vinnur nú að því að koma upp glæsilegu útivistarsvæði neðan Gróðurreits. Markmiðið er að skapa skemmtilegan samkomustað fyrir íbúa og gesti, þar sem allir geta notið útiveru og samveru í fallegu umhverfi.

Fundarboð 157. fundur 9.09.25

157. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 9. september 2025 kl. 14:00.

Réttir í Geldingsárrétt

Laugardaginn 6. september verður réttað í Geldingsárrétt. Fjallskilastjóri reiknar með að fjörið í réttinni verði mest í kringum klukkan 13 til 15, en það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig smölun gengur.

Rammahluti aðalskipulags - Þróun byggðar í Vaðlaheiði

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 24. júní 2025 breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps – Rammahluti aðalskipulags - Þróun byggðar í Vaðlaheiði.

Ráðgjafatímar Tækniþróunarsjóðs 3.-5. september

Tækniþróunarsjóður býður upp á ráðgjafartíma á Norðurlandi eystra dagana 3.–5. september, bóka þarf tíma í síðasta lagi mánudaginn 1. september.

Orlofsferð húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 2025 - Umsóknarfrestur framlengdur til 21. ágúst

Orlofsnefnd húsfreyja í Suður-Þing boðar til orlofsferðar helgina 20.–21. september 2025. Ferðinni er heitið í Skagafjörð og gist verður eina nótt á Hótel Varmahlíð.

Opinn íbúafundur með innviðaráðherra 12. ágúst

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til íbúafundar á Múlabergi 12. ágúst kl. 16.45. Tilgangur fundarins er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, fjarskipti, sveitarstjórnar- og byggðamál.

Lokað fyrir kalt vatn á hluta Svalbarðseyrar

Vegna vinnu við dreifikerfi vatnsveitu þarf að loka fyrir kalt vatn á hluta Svalbarðseyrar mánudaginn 28.júlí.

Sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps lokuð í dag fimmtudag 17. júlí.

Af óviðráðanlegum ástæðum verður sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps lokuð